24.3.2007 | 11:52
Nýtt upphaf í umhverfismálum við Eyjafjörð
Stefnumörkun Samfylkingarinnar á Akureyri í umhverfismálum á Eyjafjarðarsvæðinu er nú farin að koma í ljós. Eitt af stóru málunum okkar var að koma sorpmálum í farveg og höggva með því á þann hnút sem verið hefur í langan tíma. Samfylkingin á Akureyri var með það á stefnuskrá að segja Akureyri frá Sorpeyðingu Eyjafjarðar og taka með því það frumkvæði sem þurfti í þessum málaflokki. Stefnumálið fór síðan ínn í meirihlutasamkomulag Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og síðan hefur verið unnið að undirbúningi. Nú styttist í að fyrsti hluti þessarar áætlunar hefjist og fyrsta skrefið er vinnsla á lífræna hluta sorpsins. Fleiri skref sem varða aðra þætti koma síðan í kjölfarið.
Í fyrradag var stofnað hlutafélagið Molta ehf. til undirbúnings byggingar jarðgerðarstöðvar á Eyjafjarðarsvæðinu. Öll sveitarfélög á svæðinu standa að verkefninu, sem og allir stærstu matvælaframleiðendur á svæðinu og fleiri aðilar. Með verkefninu er stigið stórt skref í þá átt að hætta urðun sorps á Glerárdal ofan Akureyrar og koma sorpmálum Eyjafjarðarsvæðisins í heild í nýjan framtíðarfarveg.
Raunhæft þykir að miða við að nýja stöðin geti tekið til starfa vorið 2008, jafnvel fyrr, og er reiknað með að strax í byrjun verði unnið úr 10.000 tonnum af lífrænum úrgangi á ári. Lífrænn úrgangur svarar til um 60% af þeim úrgangi sem nú fer í urðun af svæðinu þannig að segja má að á síðari árum hafi ekki verið stigin öllu stærri skref í umhverfismálum svæðisins. Kostnaður við verkefnið í heild, þ.e. vélbúnað og hús, er áætlaður um 350 milljónir króna.
Þetta er hluti af þeirri tilkynningu sem gefin var út í tengslun við stofnun hlutafélagins Molta ehf. sem er að hefja starfssemi. Nú hillir undir nýja tíma í umhverfismálum við Eyjafjörð og því ber að fagna.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er afar gott mál og löngu tímabært. Ég vona að umhverfismálin við Eyjafjörð fari nú að komast í góðan farveg. Já félagi Jón það er ég búinn að gera fyrir alllöngu....eiginlega strax og ég sá þennan samning.
Jón Ingi Cæsarsson, 25.3.2007 kl. 10:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.