Einfaldanir sjávarútvegsráðherra.

Ég veit ekki hvort Einar sjávarútvegsráðherra ætlast til að hann sé marktækur. Hann gerði mistök þegar hann leyfði hvalveiðar. Hann leggur mikið á sig við að gera lítið úr mótmælum og gera þá sem eru á móti þessum veiðum ótrúverðuga og telur þá fáa sem lýsir sér í þessu orðum hans.

 „Viðbrögð erlendis frá hafa sannast sagna verið mjög lítil, og ég á ekki von á að þau í sjálfu sér hafi haft mikil áhrif, opinber umræða hefur hins vegar verið neikvæð m.a. hjá áhrifamiklum fjölmiðlum”,

Þetta eru ragnfærslur og til lítils sóma fyrir ráðherrann. Flestir vita betur. Svo segir ráðherrann.

„Það má heldur ekki gleyma því að mjög áhrifamiklir og fjárhagslega sterkir aðilar hafa beitt sér gegn hvalveiðum, og slíkt hefur fengið stjórnmálamenn og álitsgjafa til að skjálfa á beinunum. Sú umræða sem í kjölfar fór hefur svo líklega smitað út frá sér”.

Mér finnst ekkert sérstakleg skemmtilegt að ráðherra í ríkisstjórn Íslands skuli reyna með þessum hætti að gera þá sem ekki eru sammála honum tortryggilega.  Fólk sem tekur undir þessi sjónarmið eru að hugsa um heildarhag þjóðarinnar og hefur áhyggjur af afleiðingum þessa. Það er heimska að loka augum og ana áfram í blindni. Það er það sem Einar Guðfinnsson leyfði vini sínum í Sjálfstæðisflokknum að fullnægja þráhyggju sinni. Ef einhver lét undan þrýstingi var það ráðherrann sjálfur.

Nú liggur langreyðarkjöt frá í haust í frystigeymslum, óseljanlegt og mun fara á haugana í skjóli myrkurs einhvern daginn. Niðurstöður úr þessari skoðanakönnun sýnir svo ekki verður um villst að þjóðin er að vakna til skilnings á hversu fáránleg þessu ákvörðun var í haust.


mbl.is Einar K. Guðfinnsson: Ekki óeðlilegt í ljósi umræðu og óvissu um framhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þetta er rangt hjá þér.

Níels A. Ársælsson., 21.3.2007 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818825

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband