Magn og gæði.

Ég fylgist oft með Alþingi og umræðum þar. Fjölskyldan tekur því sem hverju öðru gríni að ég nenni þessu og ég fæ stundum skemmtilegar athugasemdir. Ég viðurkenni að ég hef mjög gaman að þessu í flestum tilfellum. Margir þingmenn eru afar skemmtilegir og málefnalegir. Aðrir síður og það er eðlilegt. Það er sérstaklega gaman að fylgjast með hversu málefnalegir og markvissir sumir þingmenn eru og skipulagðir í málflutningi.

Jón Bjarnason Vinstri grænn er sérkennilegur þingmaður og það kemur mér ekki á óvart að hann skuli hafa verið lengst allra í ræðustól. Hann slær hinum málglaða Steigrími J við sem ekki lætur neitt tækifæri ónotað til að tala.  Að vísu kom hann sér undan því að svara því af hverju hann snérist eins og vindhani í virkjunarmálum Þjórsár en það er annað mál.

Þingmenn sem tala mikið hafa sennilega gaman að hlusta á sjálfa sig. Ég sem er hef gaman að því að hlusta á þingmenn í ræðustól hef þó þar undantekningu á. Jón blessaður Bjarnason er sjaldan að segja nokkuð sem vekur athygli mína og því miður oft lítt skemmtilegur. Mér finnst hann oft hafa lítið fram að færa og mætir í ræðustól til að tala um mál og fer þá um víðan völl og þvælir um eitthvað allt annað. Kannski er þingmaðurinn gott dæmi um gildi gamals málsháttar. " Ekki er sama magn og gæði "


mbl.is Jón talaði í rúman sólarhring
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Langt síðan við höfum sést Jón Ingi

Já ég horfi líka oft á alþingi  og hef stundum velt þessu fyrir mér.

Heldur þú að málið sé að taka upp kynjakvóta...sérðu ekki Steingrím J. í anda..kvótalausan hálfan þingtímann

kveðja úr Mosfellsbænum

Herdís Sigurjónsdóttir, 22.3.2007 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband