Hæstiréttur og traustið.

Við sauðsvartur almúginn verðum að eiga okkar öruggu skjól í lífinu. Við verðum að geta treyst því að lögreglan gæti hlutleysis og láti alla njóta sannmælis. Við verðum að geta treyst því að dómstólarnir okkar í heimabyggð gæti hlutleysis og séu hafnir yfir alla hlutdrægni og efasemdir. Við sauðsvartur almúginn verðum að geta treyst því að ráðherrar og þingmenn séu að vinna með almannaheill og markmið að leiðarljósi. Það er hornsteinn lýðræðisríkja að þessi atriði öll séu hafin yfir allan vafa og allir viti að þeir fá sanngjarna, hlutlausa og réttláta málsmeðferð.

Efst í þessu öllu og ótilgreint fram að þessu hjá mér og er það mikilvægasta af öllu þessu. Hæstiréttur æðsta dómstig þessarar þjóðar á að vera sá öryggisventill sem allir vita af þarna og tryggir það sem áður er nefnt nái fram að ganga. Hæstiréttur er merkasta stofnun lýðræðisríkja með réttlátt dómskerfi þar sem allir eru jafnir.

Ég trúi því að svo sé hér á landi eða hafi verið þannig lengst af. Ég verð að viðurkenna að um mig fer nokkur óöryggistilfinning síðustu misseri. Hæstaréttardómarar eiga að vera hafnir yfir allan vafa. Ef svo er ekki er lýðræðið og réttlætið í hættu. Það er í Hæstarétti eins og náttúrunni, þar á náttúran að njóta vafans. Á sama hátt á lýðræðið og Hæstiréttur að njóta vafans. Ef ekki ríkir samdóma traust til Hæstaréttardóma eiga þeir að víkja. Ef þeir eru sannir hugsjón sinni og köllun eiga þeir að gera það sjálfviljugir þegar þeir sjá og finna að þeir njóta ekki samdóma trausts fólksins í landinu.


mbl.is Hefur eftir Jóni Steinari að þrýst hafi verið á hann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818143

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband