Hvað ef þetta væri hér á Akureyri

Ég öfunda Hafnfirðinga ekki af þeirri stöðu sem þeir eru í. Álverið í Straumsvík er auðvitað mikilvægur hlekkur í atvinnulífi Hafnarfjarðarbæjar. Það er augljóst að forsvarsmenn álversins og þeir sem fylgjandi eru stækkun hamra á þeirri staðreynd.

En er þessi stækkun skynsamleg út frá einhverju öðru ? Er skynsamlegt að vera með mengandi stóriðjuver ofan í byggð þar sem þúsundir manna lifa og ala upp börnin sín ? Er skynsamlegt að loka á frekari uppbyggingu sveitarfélagsins til vesturs með stóriðjuveri ? Er skynsamlegt að láta stjórnendur stóriðjufyrirtækis nánast taka völdin af bæjarbúum með hótunum ? Er skynsamlegt að leggja gríðarlegar línur yfir svæði sem að stórum hluta náttúruperla og merkilegt frá jarðfræðilegu sjónarmiði. Er skynsamlegt að reisa stóriðjuver á eldvirku svæði og á hraun sem rann í nútíma ? Þessar spurningar og margar fleiri verður að bera saman við þá staðreynd að álverið skaffar bæjum tekjur og bæjarbúum vinnu.

Ég er eiginlega feginn að þessum spurningum þurftum við ekki að svara hér í Eyjafirði. Ég er nánast viss um svarið. Frá því ég man eftir mér hafa staðið deilur um síldarverksmiðjuna í Krossanesi. Fólk var lítt hrifið að "peningalyktinni" sem lagði yfir bæinn í norðan áttinni. Ég reikna nú samt með að sú lykt hafi nánast verið vitamín fyrir okkur miðað við ef við hefum fengið yfir okkur flúormengun frá álveri. Krossanes er nefnilega ekki svo mikið fjær Akureyri en Straumsvík er Hafnarfirði.

Það sem við erum að horfa á gerast í Hafnarfirði ætti kannski að minna okkur á atburði fyrr á öldinni. Stórfyrirtæki mættu og byggðu verksmiðjur og möluðu gull á síldinni og þegar hún hvarf, hurfu þau líka. Þeim kom ekkert við nema eigin gróði. Þannig upplifi ég árróður álfurstanna í Hafnarfirði. Ef þið leyfið okkur ekki að byggja risaverksmiðju í miðbænum hjá ykkur erum við farnir. Viljum við verða þrælar slíkra fyrirtækja ? Er ekki betra að taka slaginn og standa uppréttur eftir ?


mbl.is Sól í Straumi: Fjárhagsleg rök fyrir samþykki stækkunar Alcan brostin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Sammála þér Jón Ingi í þessu og þetta á einnig við á Húsavík. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 18.3.2007 kl. 21:26

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég man þá tíð að mamma ,,gamla" var ekki ánægð með lífið þegar þykkur mökkur lá yfir Holtahverfinu dögum saman og ekki var hægt að hengja út þvott þegar Krossanes var uppá sitt besta. Hvað Hafnarfjörð viðkemur þá bendi ég mönnum á stórgóða grein eftir Davíð Þór Jónsson í Fréttablaðinu í dag ,,Bakþankar".

Páll Jóhannesson, 18.3.2007 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband