Eru þetta góð vinnubrögð ?

Ég geri mér grein fyrir að störf á Alþingi eru engin venjuleg störf og marg flókið og erfitt sem takast þarf á við á þeim bænum. Það liggur samt sem áður fyrir að vinnan þarna er bundin tíma sem allir vita hver er og hvernig þarf að standa að vinnu og verkefnum þannig að vel sé. Samt gerist það ár eftir ár að áætlanir standast ekki, mál koma seint og illa úr nefndum sum hver vanreifuð og lítt undirbúin. Svo fáum við uppákomur af og til sem enginn sér fyrir og setja allt á annan endann.

Margir hafa orðið til að gagnrýna skamma viðveru þingmanna t.d. langt sumarfrí, jólafrí, páskafrí og svo framvegis. Allt þetta hefur verið í umræðunni svo lengi sem ég man og fór að fylgjast með pólitík. Svo fara þingmenn heim og framkvæmdavaldið tekur til við að stjórna og ráðskast sem auðvitað eru miklu fljótlegra og auðveldara en vera að burðast með þetta þing með allar þær nefndir og vinnuhópa sem bara tefja málin. Þetta finnst mér svolítið áberandi og hefur stórlega versnað seinni árin.

Hvað sem öðru líður verð ég að lýsa þeirri skoðun minni að vinnubrögð eins og við höfum séð undanfarnar vikur eru auðvitað lítt til sóma. Næstum hundrað mál koma til afgreiðslu á síðustu örfáum sólarhringum og sum hver litt rædd og lítt skoðuð. Það býður heim mistökum við lagasmíð sem við höfum því miður allt of oft séð. Ef staðið væri að verkum t.d. í fyrirtæki sem væri í framleiðslu og sölu með sama hætti væri það talið ótækt. Segum sem svo að fyrirtækið eigi að standa skil á framleiðslu sinni á ákveðnum degi og það hefði legið fyrir lengi. Svo kæmi það uppá að þegar tveir dagar væru í afhendingu vörunnar væri ekkert af henni tilbúið og verið væri meira að segja að hanna sumt af því sem ætti að afhenda. Svo rétt fyrir umsaminn tíma væri vörunni skutlað á  mettíma út úr fyrirtækinu, án þess að nokkur vissi hvort varan væri tilbúin. Þetta þætti léleg vinnubrögð og ólíklegt að slíkt fyrirtæki yrði langlíft á markaði.

Svona er þetta á þinginu. Hægagangur, hægagangur, hægagangur og svo allt í einu hefst mikill darraðardans..mál afgeidd á færibandi úr nefndum og þingfundir langt fram á nótt. Atkvæðagreiðslur á færibandi í tvo daga og svo allt búið. Þingmenn heim og hefja baráttu fyrir að halda áfram á þessum vinnustað. sem jafnvel brýtur eigin lög um vinnuvernd og hvíldarákvæði.

Þetta finnast mér vond vinnubrögð og kannski er kominn tími til að ráða framkvæmdastjóra með gott verkvit til að setja yfir vinnubragðahluta Alþingis Íslendinga.


mbl.is Stefnt á að ljúka Alþingi í björtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 818148

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband