Ætti að vera auðveldara að segja upp óhæfum þingmönnum.

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis, segist lengi hafa verið talsmaður þess að lögunum um opinbera starfsmenn verði breytt svo það verði auðveldara fyrir opinberar stofnanir að segja upp starfsfólki.

________________

Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór hafa mikinn áhuga á að segja upp ríkisstarfsmönnum og vilja breyta lögum til að svo sé hægt.

Reyndar vita þau sennilega ekki að æviráðningar opinberra starfsmanna eru löngu úr sögunni en það er annað mál.

Aftur á móti er það bjargföst skoðun mín að það ætti að gera það auðveldara að losna við lélega þingmenn.

Í dag er það aðeins hægt með því að fella þá í kosningum á fjögurra ára fresti.

Það er allt of langur tími þegar horft er til þeirra valda og ábyrgðar sem þingmenn bera gangvart þingi og þjóð.

Það ætti því að hugleiða breytingu á stjórnarskrá og lögum þar sem opnað er á að skipta út þingmönnum sem ekki ráða við starf sitt og valda jafnvel tjóni.

Ef til vill ættu þessir áhugsömu þingmenn Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór að huga að slíkum möguleika. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvað skildi þá hafa verið mörgum sagt upp á seinasta kjötímabili

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 24.9.2014 kl. 09:50

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Engum, ekki búið að redda þessu þá frekar en núna, en kemur vafalaust.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.9.2014 kl. 10:15

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þingmenn eru fulltrúar þjóðarinnar sem eru kjörnir en ekki ráðið í stöðuna Jón , eins og þú ættir að vita. Það er því einungis kjósendanna að segja þingmönnum upp í kosningum. En þetta mál er mjög þarft þar sem hlutfall ríkisstarfsmanna er allt of hátt hér á landi. Því færri ríkisstarfsmenn og fleiri sem vinna við " framleiðslu" er til góðs fyrir þjóðarbúið. Þessvegna verður að vera hægt að segja upp þessum ríkisstarfsmönnum enda engin rök fyrir það sama eigi ekki að gilda um opinbera starfsmenn og starfsmenn á almennum markaði.

Jósef Smári Ásmundsson, 24.9.2014 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818152

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband