Skattahækkanir Sjálfstæðisflokksins bitna helst á tekjulágum.

Þessari fyrirhrunspólitík verður ekki tekið þegjandi og hljóðalaust þegar málið kemur inn á borð Alþingis og fjárlaganefndar,“ segir hún. Línur séu nú teknar að skýrast í vinnunni við fjárlagafrumvarp næsta árs og fréttir berist af því að ríkisstjórnin, og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn, leggi sérstaka áherslu á breytingar á virðisaukaskattkerfinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra talar, að sögn Bjarkeyjar, sérstaklega fyrir því að tvöfalda virðisaukaskattinn á matvæli, færa hann úr 7 prósentum í 14 prósent í tveimur skrefum, en lækka um leið virðisaukaskattinn á aðrar vörur, þar á meðal ýmsar lúxusvörur, um 1 prósent.

( Bjarkey Gunnarsdóttir þingmaður VG )

Sjálfstæðisflokkurinn vinnur nú að því að hækka skatta.

Við fjárlagagerðina leggur hann áherslu á að hækka vsk. á matvæli um helming, úr 7% í 14%.

Skattalækkanir sem flokkurinn talar um eiga aðeins erindi við þá sem mest hafa og mest eiga.

SkattaHÆKKANIR Sjálfstæðisflokksins vega því í reynd miklu meira en skattalækkanir sem þeir tala fyrir, í það minnsta fyrir allan almenning.

Sjálfstæðisflokkurinn og formaður hans tala því fyrir hækkunum gjalda á fátæka og á þá sem verst hafa það.

Stefna flokksins mun því þyngja byrðar allra venjulegra heimila verulega og er ekta hægri íhaldsstefna.

Við hyglum þeim ríku og látum hina borga.

Falleg stefna það ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband