3.7.2014 | 12:14
Akureyri. Nýr meirihluti - forysta í umhverfismálum.
Nýr meirihluti hefur tekið til starfa á Akureyri. Meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og L-lista hefur sett fram metnaðarfulla málefnaskrá sem lofar góðu fyrir komandi kjörtímabil.
Sérstaka athygli mína þessi metnaðarfullu áform í umhverfismálum.
Skipulag, umhverfi og samgöngur
 Taka forystu meðal íslenskra sveitarfélaga í umhverfismálum
 Setja okkur mælanleg markmið í umhverfismálum
Það eru stór orð og gleðileg að setja sér markmið um að taka forystu í umhverfismálum. Það er skoðun mín að við höfum alla burði til að standa við þessa stefnumörkun á næstu fjórum árum og við eigum okkur mál sem við getum sett í forgang til að ná þessum markmiðum.
Ég hef nokkuð fjallað um virkun á Glerárdal og þau áform að taka meginhluta vatns úr Gleránni og tæma náttúrvættið Glerárgil. Áform að því tagi geta ekki átt heima í sveitarfélagi sem ætlar sér forustu í þessum málaflokki og nú er tækifæri að breyta þessum áformum og falla frá virkjun á dalnum. Allir sem kynnt hafa sér þessi mál vita að sú raforka sem fæst er sáralítil og breytir engu hvað varðar aukaafl fyrir Akureyri. Gleráin er nánast vatnslaus á þeim tíma sem mest þarf á raforku að halda og virkun hennar skilar því ekki þeim árangri sem Fallorka hefur haldið fram. Nánast má kalla þetta gæluverkefni sem ekki á rétt á sér þegar vegnir eru saman meiri eða minni hagsmunir.
Nú hefur ný bæjarstjórn tækifæri til að sýna metnað sinn í verki og hætta við þessi áform.
Í framhaldi af því gæti farið fram metnaðarfull uppbygging nýs fólkvangs án virkjunar.
Það væri glæsilegt upphaf yfirlýsingar um forysta í umhverfismálum sem er einn af þeim gleðilegu punktum sem lesa má í samstarfsyfirlýsingu nýja meirihlutans á Akureyri.
Jón Ingi Cæsarsson
( Akureyri vikublað 3.7.2014 )
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.