Hver skilur Framsóknarflokkinn ? Auðugir í forgang.

„Rík­is­stjórn­in hef­ur eng­in áform um að skatt­leggja „auðug­ustu ein­stak­linga og fjöl­skyld­ur lands­ins“ um­fram það sem al­menn skatt­lagn­ing tekna og neyslu ger­ir ráð fyr­ir,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fjár­málaráðherra, í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, þing­manns Vinstri grænna.

________________

Þingflokksformaður Framsóknar skilur ekkert í því að enginn skilji Framsóknarflokkinn. Fréttablaðið er málpípa Samfylkingar og ýmsar fleiri furðuyfirlýsingar komu frá þingflokksformanninum í tengslum við fylgistap Framsóknar.

En af hverju hrynur fylgi stjórnarflokkana ? 

Er það af því enginn skilur Framsóknarflokkinn ?

Aldraðir sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem eftirfarandi kom fram meðal annars.

Í greinargerð með ályktuninni bendir kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík á að Framsóknarflokkurinn hafi á flokksþingi sínu árið 2013 samþykkt eftirfarandi:

„Kjaraskerðing aldraðra og öryrkja, sem tók gildi 1.júlí 2009 verði afturkölluð. Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímanum“.

Við þetta hefur ekki verið staðið.

Allir vita að kosningaloforð Framsókar var skorið niður og aðeins takmarkaður fjöldi fær leiðréttingar á húsnæðiskuldum, heldur lítið og helst þeir sem mest eiga.

Yfirlýsing formanns Sjálfstæðisflokksins hér að ofan sýnir í hnotskurn á hvaða leið þessir flokkar eru.

Ríkir og þeir sem best hafa það á Íslandi bera mest úr býtum.

Þeir sem minna eiga fá lítið og flestir ekki neitt.

Auðvitað er það útlokað að skilja af hverju Framsóknarflokkurinn er í þessari vegferð með Sjálfstæðisflokknum, Framsókn segist vera félagshyggjuflokkur á tyllidögum.

En allir vita að Framsókn nútímans er ekki þannig flokkur, Framsókn er hagsmunagæsluflokkur fyrir ákveðna þjóðfélagshópa og er auk þess stýrt af auðmanni sem veit ekki aura sinna tal.

Að vísu á hann lögheimili á eyðibýli til að fá aðra stöðu en það er bara spurning um smekk hvernig því er fyrirkomið.

Satt að segja veit ég ekki um marga sem skilja Framsóknarflokkinn en Sjálfstæðiflokkurinn er bara eins og hann hefur alltaf verið, varðhundur fyrir þá sem eiga Ísland. 

Það staðfestir formaður hans með yfirlýsingu sinni hér að ofan. 

 

 


mbl.is Auðugir ekki skattlagðir umfram aðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 812348

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband