18.6.2014 | 17:06
Efnahagslegt bananalýðveldi.
Seðlabanki Íslands mun í vikunni tilkynna umboðsaðilum erlendra tryggingafélaga hérlendis að gjaldeyrisviðskipti þeirra á grundvelli samninga um meðal annars viðbótartryggingavernd, söfnunartryggingar og sparnað verði stöðvuð.
____________________
Nú ætlar Seðlabankinn í efnahagslegt stríð við erlend tryggingafélög sem starfa hér á grundvelli EES samningsins.
Á dagskrá er að ráðast gegn lífeyrissparnaði 30.000 íslendinga og neyða þá inn í eingagrunarumhverfi Sjálfstæðis og Framsóknarflokks.
Nú skulu landsmenn éta íslenska kúrinn hans SDB, núna eru það lífeyrisréttindin sem á að ræna okkur sem viljum nýta okkur að búa í nútíma samfélagi þar sem lífeyrissparnaður er einhvers virði.
Þetta er efnahaglegt hryðjuverk gagnvart fólki sem hefur sparað í fjölda ára í fullu samræmi við þá alþjóðasamninga sem við erum aðilar að.
En seðlabankastjóri sagði okkur og Ísland væri bananalýðveldi þar sem landsmenn allir væru hnepptir í vistarband afturhaldaflanna.
Vænti þess að íslenskir stjórnmálamenn hafi dug og þor til að taka á þessu máli sem er ein grófasta atlaga að fjölskyldum tuga þúsunda landsmanna.
![]() |
Stöðvar ólögleg gjaldeyrisviðskipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 819404
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki kenna núverandi stjórnvöldum um.
Reglurnar eru skýrar og þetta er búið að vera óleyfilegt alveg frá upphafi. Það stendur skýrum stöfum í reglum Seðlabankans.
Vinir þínir í Samfylkingunni, þ.á.m. formaðurinn þinn bekenuðu þessar reglur bankans.
Ég er sáttur í dag því verið er að jafna stöðu allra á Íslandi hvað reglur um gjaldeyrishöft varða.
Árni Páll talaði mikið um þjóðaröryggi og gjaldeyrishöft þannig að þú ættir að fagna þessu.
Stefán (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 19:09
Það er með ólíkindum að meðan lífeyrissjóðir (almenningur) hafa ekki getað ávaxtað sinn séreignarlífeyrissparnað erlendis hafa einstaklingar getað það í gegnum erlend tryggingarfélög. Þessa mismunun á auðvitað að stoppa þegar í stað.
Yfirlýsingar um að þessi sparnaður sé í hættu er auðvitað bull. Það sem þegar hefur verið sparað með þessum hætti eiga menn áfram erlendis en verða héðan í frá að sætta sig við að lífeyrissparnaður þeirra eins og annarra sé í íslenskum krónum.
Ástæðan fyrir því að nú er verið að bregðast við þessari mismunun er mikil aukning þeirra sem hafa nýtt sér þessa smugu í höftunum. Það voru auðvitað mistök að leyfa þetta í upphafi en það réttlætir þó ekki að halda því áfram enda ljóst að fjöldinn færi þá ört vaxandi.
Að sjálfsögðu er þetta brot á EES-samningnum eins og gjaldeyrishöftin almennt. Við erum hins vegar á tímabundinni undanþágu vegna hrunsins og hlýtur sú undanþága að ná yfir slíkan lífeyrissparnað.
Meðan við höfum krónu sem gjaldmiðil verða hér gjaldeyrishöft í einhverri mynd ef ekki á allt að fara til fjandans. Hvenær ætla stjórnvöld að horfast í augu við þessa augljósu staðreynd? Horft til framtíðar snýst valið um úrsögn úr EES eða ESB-aðild og upptöku evru.
Ásmundur (IP-tala skráð) 18.6.2014 kl. 20:36
En þú gleymdir að minnast á það að Seðlabankastjórinn er í boði LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR og það er hann sem hefur verið að draga lappirnar í þessu máli.............
Jóhann Elíasson, 18.6.2014 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.