7.4.2014 | 09:45
Einbeitt áform íhaldsflokkanna að eyðileggja viðræður.
Ef rýnt er í stöðuna í samningum um einstaka kafla sem ekki var búið að loka í viðræðum við aðild að ESB er ljóst að Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum, undanþágum og/eða aðlögunarfrestum í aðildarviðræðunum. Það leikur heldur enginn vafi á því að um raunverulegar samningaviðræður var að ræða. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum skýrslu Alþjóðamálastofunar um aðildarviðræður Íslands að ESB.
Einnig kemur fram í skýrslunni að ef aðildarviðræður hefðu haldið áfram hefði að öllum líkindum verið hægt að loka öllum samningsköflum á fyrri helmingi ársins 2013. Þá kemur einnig fram að vari viðræðuhlé við ESB í mörg ár gæti reynst erfitt að hefja samningaviðræður á ný.
_______________________
Æðibunurgangur utanríkisráðherra og Framsóknarflokksins með stuðningi Sjálfstæðismanna hafði þann eina tilgang að eyðileggja það búið var að vinna í aðildarviðræðunum.
Lítilsvirðandi framkoma við þjóðina, sem vill fá að segja sitt og ráða framtíð sinni sjálf.
Höfðu þegar náð fram sérlausnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Af hverju kláraði ekki fyrri ríkisstjórn þá viðræðurnar fyrst unnt var að klára þær á fyrri helmingi ársins 2013 ?
Alþingiskosningar voru í lok apríl 2013. Þetta vissu menn og hefðu alveg geta stýrt hraða viðræðna í samræmi við það.
Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 7.4.2014 kl. 09:53
Gettu einu sinni Björn
Jón Ingi Cæsarsson, 7.4.2014 kl. 09:55
Ég ætla ekki að geta neitt. Af hverju ekki að svara þá svo einfaldri spurningu ?
Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 7.4.2014 kl. 09:57
Lestu skýrsluna, þar kemur skýrt fram hvað olli því.
Jón Ingi Cæsarsson, 7.4.2014 kl. 10:01
http://www.visir.is/assets/pdf/XZ152647.PDF
Jón Ingi Cæsarsson, 7.4.2014 kl. 10:04
Takk fyrir málefnalegar umræður.
Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 7.4.2014 kl. 10:04
Ísland er í sterkri stöðu gagnvart ESB til að semja um að lögsaga landsins yrði skilgreind sem sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði. Embættismenn sambandsins segja sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna ekki eins stífa og látið er liggja að og klæðskerasniðnar lausnir eru algengar. Ljúka þarf aðildarviðræðum til að fá botn í þessi mál.
Jón Ingi Cæsarsson, 7.4.2014 kl. 10:08
Vonandi verður okkur neitað aðild, væri best fyrir alla
Jónas (IP-tala skráð) 7.4.2014 kl. 10:17
Úr skýrslunni:
"Viðmælendur voru meðvitaðir um að íslensk stjórnvöld hefðu viljað sjá hraðara samningaferli, en að öllu samandregnu voru það einkum fimm áhrifaþættir sem hægðu á málinu.
Fyrsta atriðið má rekja til ESB sjálfs, númer tvö til Breta og Hollendinga, og þrjú til fjögur má rekja til vinstristjórnarinnar.
Á öðrum stað í skýrslunni kemur fram að ef Ísland yrði aðili að myntbandalaginu fengið Seðlabanki Íslands leyfi til að prenta Evrur. Sporin hræða í þeim efnum, og raunar dauðskelfa, eftir reynsluna af gengistryggðu viðskiptunum, sem seðlabankinn leyfði bönkunum að stunda í trássi við lög. Með því fyrirkomulagi gerði seðlabankinn prentun á evrum mögulega í gegnum íslenska bankakerfið, en það átti svo eftir að verað ein meginorsök gjaldeyrishaftanna.
Vonandi verða allar góðar vættir til að forða Íslandi og Evrópu frá því að Seðlabanki Íslands byrji aftur að prenta evrur.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.4.2014 kl. 14:02
Þórbergur Þórðarson vildi meina að við lifðum í „forheimskunarlandinu“. Hefur nokkuð breyst? Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn vil forheimskun á fullu í íslenskt samfélag. Auðveldara er að stjórna og afvegaleiða heimskan lýð en velmenntaðan og gagnrýninn á verk stjórnvalda.
Guðjón Sigþór Jensson, 7.4.2014 kl. 18:45
Talndi um Þórberg Þórðarson. Í "Bréfi til Láru" fullyrti hann að aldrei hefði verið samin svo ómerkileg bók að hún hefði ekki kostað meira andlegt erfiði en stjórn heillar togarútgerðar í 10 ár! Hið andlega erfiði Gunnars Braga Sveinssonar og nokkurra svikula Sjálfstæðismanna raðar sér í fylkingu með stjórnum togaraútgerða...
Jón Kristján Þorvarðarson, 7.4.2014 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.