Er " gamli " Sjálfstæðisflokkurinn dauður ?

 

Þegar ég var að alast upp þá var Sjálfstæðisflokkurinn yfirgnæfandi, stór og allt um kring.

Nú er öldin önnur, flokkurinn mælist mjög lágt og virðist þar að auki endalega vera búin að tapa Reykjavík.

Reykjavík var höfðuvígið, þar var Sjálfstæðisflokkurinn öruggur með sitt nema rétt árin 1978 - 1982 þegar hann tapaði borginni tímabundið.

Í skoðakönnun sem birtist í gær mældist Samfylkingin stærri en Sjálfstæðisflokkurinn þó ekki munaði miklu, hefðu sannarlega þótt tíðindi hér fyrr á árum.

En af hverju gerist þetta ?

Ég hef ekki mikið vit á að greina stöðu stjórnmála af viti enda ekki " lærður " í þeim fræðum.

Tilfinning mín er samt sem áður sú að sá Sjálfstæðisflokkur sem blasir við kjósendum er allt annar Sjálfstæðisflokkur en sá sem ég man og ólst upp við.

Sá flokkur var.

  • Frjálslyndur.
  • Með sterkar tengingar inn í verkalýðshreyfinguna.
  • Stefna hans í utanríkismálum var stefna Íslands í þeim málaflokki í áratugi.
  • Tengsl flokksins við atvinnurekendur og atvinnulíf var afgerandi.
  • LÍÚ, fyrir kvótakerfi skiptu sjávarútvegsmálin ekki neinu fyrir flokkinn.
  • Ungum kjósendum þótti fínt að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
  • Sjálfstæðiflokkurinn leiddi oftast þær ríkisstjórnir sem hann tók þátt í.

Núna er Sjálfstæðisflokkurinn.

  • Afturhaldsamur og þröngsýnn.
  • Engar tengingar inn í verkalýðshreyfingu.
  • Stefna hans í utanríkismálum er óljós, allt að því engin.
  • Atvinnulífið er ekki samstíga flokknum og ályktar ítrekað gegn stefnu hans.
  • LÍÚ, eftir kvótakerfi gerist flokkurinn sérstakur varðhundur stórútgerða á kostnað annarra.
  • Ungum kjósendum þykir Sjálfstæðisflokkurinn hallærislegur og ekkert spennandi.
  • Sjálfstæðisflokkurinn þarf að þola það að vera annað hjól undir vagni Framsóknar. 

Svona lítur þetta út í augum leikmanns sem að vísu hefur aldrei verið sérstakur aðdáandi Sjálfstæðisflokksins. Þó var það svo í gamla daga að það hefði ekki tekið neitt sérstaklega mikið á mig að kjósa Sjálfstæðisflokkinn að flestu leiti.

Í dag er slíkt víðsfjarri enda er sá Sjálfstæðisflokkur sem ég sé í dag allt annað fyrirbæri en það sem ég sá þegar ég var unglingur og byrjaði að hugsa um stjórnmál.

Þess vegna spyr maður sig, er gamli Sjálfstæðisflokkurinn dauður ?

Svarið er örugglega , hann hóf dauðastríð sitt þegar Davíð Oddsson hófst handa við að breyta flokknum úr frjálsyndum íhaldsflokki í nýfrjálshyggju og markaðsflokk með sérstaka áherslu á vildavini sína og flokksins.

Það ferðalag endaði með hruni og síðan hefur gamli Sjálfstæðisflokkurinn ekki verið til.

Það sem eftir er höfðar ekki til kjósenda og eftir er aðeins harðasti kjarni gamalla flokkseiganda sem ekki hafa átta sig á raunveruleikanum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 818083

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband