Ríkisstjórnin er stjórnlaust rekald.

 

Ísland er í vondum málum.

Ríkisstjórn landsins er stjórnlaust rekald, forsætisráðherrann virðist hættur störfum og flest mál sem boðuð hafa verið sjást hvergi.

Það dylst engum að verkstjórnin er í molum og varla verður öðru trúað að þingmenn stjórnarflokkanna sjái ekki ástandið.

Það er reyndar áberandi hvað þingmenn þeirra eru ósýnilegir og taka lítinn þátt í umræðunni, kannski er þeim bannað það.

Það voru uppi efasemdir við stjórnarmyndun að SDG forsætisráðherra réði við verkefnið, honum hefur ekki tekist að hrekja þær efasemdir.

Reyndar er staðan slík að engum dylst að verkstjórnin er engin og ráðherrann ekki að standa sig í starfi, reyndar er örugglega að verða til vandræða fyrir samstarfsflokkinn.

En alvarlegast er að það sem Ísland þarf ekki þessi misseri er ónýt ríkisstjórn.

Því miður virðist staðan hvað það varðar miklu verri en nokkrum gat dottið í hug.

Þjóðin kaus þessa flokka og þessa ríkisstjórn, en samt sem áður eigum við þetta ekki skilið.

Ógæfu Íslands verður margt að vopni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Staðan er eiginlega orðin sú að maður telur dagana þar til Bjarni Ben segir framsókn að fara í rass og rófu. Spurningin er að verða sú, hvort verði ofan á, hann myndi minnihlutastjórn og það verði kosið í sumar og BF og Samfylking verji hana vantrausti, ellegar að þessir þrír flokkar myndi stjórn og geri eins og þjóðin vill í samningsferlinu við EU. Mér líst satt að segja betur á minnihlutastjórn og kosningar fljótt, því þá myndu sósíaldemokratísku flokkarnir fá gott fylgi og vonandi meirihluta á þingi.

E (IP-tala skráð) 19.3.2014 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818217

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband