Sjálfstæðisflokkurinn hruninn í Reykjavík.

 Björt framtíð og Samfylkingin fá öruggan meirihluta í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun. Sjálfstæðisflokkurinn fengi fjóra borgarfulltrúa en Framsókn nær ekki inn manni í borgarstjórn.

 Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa tæpum þriðjungi þess stuðnings sem hann naut í borgarstjórnarkosningunum árið 2010 yrði kosið nú, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2.

Samkvæmt könnuninni, sem gerð var síðastliðinn miðvikudag, fengi Sjálfstæðisflokkurinn 23,1 prósent atkvæða og fjóra borgarfulltrúa.

Í kosningunum 2010 fékk flokkurinn 33,6 prósenta fylgi og fimm

visir.is

______________________

Samfylkingin mælist jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn.

Gamla stórveldið er hrunið í fyrrum vígi flokksins, Reykjavík.

Ástæðurnar eru nokkuð augljósar, flokknum er ekki treystandi.

Enn muna kjósendur síðasta kjörtímabil í borginni og nú bætist við svikaferlið sem forusta flokksins hefur látið Framsóknarflokkinn tæla sig til.

Bjarni er veikur formaður, flokkurinn er í upplausn og fylgið hverfur hratt og örugglega.

Framsóknarflokkurinn mælist varla í Reykjavík og einu flokkarnir sem bæta við sig eru Samfylking og Píratar.

Dagur B Sigurðsson nýtur yfirburða trausts í höfuðborginni.

Það er fróðlegt að sjá útreið stjórnarflokkanna þarna, sennilega gæti farið svona víðar í sveitarstjórnarkosningunum.

Forustumenn ríkisstjórnarinnar voru fullkomlega ófærir um að meta stöðu mála og þess vegna hrynur af þeim fylgið í höfuðborginni og sennilega víðar þegar upp verður staðið.

Kjósendur hafa fengið nóg. 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framsóknar maddaman mun sjá til þess að Íhaldið verði ca. 20% flokkur.

Svo fullyrða menn að sú gamla hafi aldrei komið að gagni í okkar samfélagi!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.3.2014 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 818083

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband