Sjálfstæðisflokkurinn er sundraður.

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir ákallið eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna að Evrópusambandinu hafa verið hærra en hann átti von á í ljósi þess að ekki er stuðningur við aðild hvorki á þingi né hjá þjóðinni. Stjórnvöldum beri að hlusta og vinna með stöðuna á þingi.

________________________

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara á taugum.

Traust til hans er fallið, þó ekki eins mikið og traustið til formanns Framsóknarflokksins. 

Flokkurinn dottinn niður í 23 % í Reykjavík og þrýstingur á forustuna eykst úr grasrótinni.

Undirskriftasöfnun á þjoð.is er komin í 50.000 eða tæplega 21% kosningabærra manna á Íslandi.

Könnun sýnir að fylgi við aðild að ESB stóreykst og andstaðan dalar mikið. 

 http://thjod.is/

Framsóknarflokknum hefur orðið meira ágengt við að rústa Sjálfstæðisflokknum en öllum andstæðingum hans síðustu áratugi.

Vel að verki staðið hjá Framsókn.

Það kostar að ganga gegn vilja þjóðarinnar, það finna forustumenn ríkisstjórnarinnar og eru greinilega orðnir mjög áhyggjufullir.

Þeir eru komnir upp að vegg og vandi þeirra er mikill.

Í skák er framstaða forustumannanna kallaður afleikur.

Afleikir kosta oftast tapaða skák. 

 


mbl.is „Ákallið hærra en ég átti von á“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Í skák er gott að hafa mannganginn á valdi sínu, það gerir Bjarni ekki.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.3.2014 kl. 16:14

2 identicon

Margir vilja meina að BB sé nú orðinn mjög uggandi út af fylgishruni flokksins, sem leitt hefur af fylgispekt hans við forpokuðustu afturhaldsöflin í framsókn að ráði Móamóra. Einnig vex nú þeim mjög ásmegin í flokknum, sem vilja halda áfram viðræðum við ESB með inngöngu í huga, en þessum hópi hefur verið haldið mjög niðri og frá umræðunni. Þorsteinn Pálsson hefur samt nánast einn haldið uppi málefnalegri umræðu um þessi mál af hálfu sjálfstæðismanna og hafa sumir talið hann vera eins og hrópandann í eyðimörkinni, en svo er ekki. Fylgismönnum sömu sjónarmiða fjölgar hratt auk þess sem sá hluti flokksmanna, sem er að reyna að ná sæti í sveitarstjórnum, finnur  mjög fyrir vaxandi andúð á flokknum vegna fyrrnefnds stuðnings við framsókn. BB er að skilja það betur og betur að stór hluti sjálfstæðismanna telur afturhaldið í framsókn sína helstu andstæðinga, ásamt vinstri grænum, enda er merkilega stutt þar í milli. Síðustu daga hefur Jón Bjarnason, fv. ráðherra, komið út úr skápnum sem dyggur stuðningsmaður afturhaldsins í framsókn. Talið er að ótrúlega margir í Vg séu fylgjandi hans sjónarmiðum. Þann hóp fyllir SJS ekki, hann er sannur sósíalisti og hatur hans á framsóknarmönnum er honum inngróið.

Gormur Hringsson (IP-tala skráð) 14.3.2014 kl. 17:31

3 Smámynd: rhansen

Og enn látið þið plata ykkur og BB lætur lika glepjast , hann fær þessu bara ekki ráðið !

rhansen, 14.3.2014 kl. 20:32

4 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Þetta er hárrétt hjá þér Jón Ingi.  3- 4 prósent eru sundruð frá 96 - 97 prósentum.  Greind þín og rökhæfni eru aðdáunarverð.

Kristján Þorgeir Magnússon, 14.3.2014 kl. 21:06

5 Smámynd: Hörður Einarsson

Stöndum í lappirnar, látum ekki skrílinn, hringja okkur að gera bjölluat.

Hörður Einarsson, 14.3.2014 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 812345

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband