Slagorðaglamrið og Steingrímur

Ég er búinn að fylgjast með pólitík nokkuð lengi. Steingrímur J er að verða með elstu þingmönnum og mér finnst ég alltaf vera að hlusta á gömlu þreyttu plötuna. Hann er vel máli farinn og talar skýrt mál. Þess vegna tekst honum að tala án þess að menn séu raunverulega að hlusta. Steingrímur J kann sitt fag þegar málið snýst um að tala og gagnrýna. Hann flýgur ekki með himinskautum þegar hann á að lýsa stefnu sinni og markmiðum.

 Hann gerir þetta afskaplega vel þegar það má gera í slagorðastíl en minna fer fyrir útfærslum. Þetta er ein af þeim ástæðum sem gera það að verkum að fylgi VG dalar þegar kjósendur fara að rýna í innhald og sleppa umbúðum. Þá er þetta nokkuð þröngsýnt og lítt úfært poppulistanauð. Því miður því málstaðurinn gæti verið svo góður. Ég óttast efndir og þegar Steingrímur J segir drýgindalega að hann selji sig dýrt minnir hann mig á Kvennalistann sem seldi sig alltaf svo dýrt að enginn vildi kaupa. Þannig gæti þetta farið að lokum.

Mér fannst leggjast lítið fyrir kappann í dag þegar Framsókn krafði hann svara um yfirlýsingar um stuðning við virkjanir við neðanverða Þjórsá. Þá brann gamli plötuspilarinn yfir og þagði þunnu hljóði. Óvenjulegt á þeim bænum. Þetta sýndi kannski í hnotskurn að innstæðan á VG bankabókinni sé tálsýn og yfirlýsingar formannsins innantómur slagorðaflaumur. Ég vona að svo sé ekki, en óttast það mjög í ljósi reynslunnar síðastliðin næstum þrjátíu ár. Maðurinn sem studdi virkjanir í Þjórsá er nú á móti af því það hentar. Það er vond pólitík. En kannski kemst plötuspilarinn á snúning á ný og útskýrir fyrir okkur almúganum af hverju hann snýst eins og vindhani í umhverfismálum.


mbl.is VG með meira fylgi en Samfylking
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri  Jón Ingi

Þetta er ekki flókið.  Það snýst um græðgi, græðgi í völd og áhrif. Því skal það hafa, sem betur hljómar hverju sinni.  Þannig er vor hæstvirtur Steingrímur J. 

Jónas Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 19:45

2 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

En bíddu nú Jón. Þú segir " Hann er vel máli farinn og talar skýrt mál. Þess vegna tekst honum að tala án þess að menn séu raunverulega að hlusta." Að minni reynslu er það þannig að ef fólk talar skýrt og greinilega þá kemst það síður upp með bullshit því það er svo auðvelt að skilja það sem það segir. Það eru hinir sem maður gefst upp á að hlusta á, þeir sem tala svo óskýrt í hringi að maður týnist algjörlega í málflæðinu. Þannig að ég held að fólk hætti alls ekki að hlusta á Steingrím vegna þess hversu skír hann er. Ég held hins vegar að það hversu góður ræðumaður Steingrímur er fái fólk kannski frekar til að trúa honum, hvort sem þeir eru í raun sammála eða ekki. Ég hef staðið mig að því að trúa góðum ræðumanni bara af því að hann setur mál sitt svo sannfærandi fram, og þegar ég hugsa svo betur um það seinna átta ég mig á að ég er ekki sammála. ég held að Steingrímur sé þannig ræðumaður.  

Kristín M. Jóhannsdóttir, 1.3.2007 kl. 20:43

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Æ, æ, aumingja Samfó. Á voða bágt núna. Hvernig væri að bretta upp ermar og ná í fylgi sem er hjá djélistanum í staðinn fyrir að vera með þetta nöldur út í Vinstri græn, Jón Ingi? Taka sig saman í andlitinu. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 1.3.2007 kl. 21:36

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þegar þú ert búinn að svara spurningunni. Hvers vegna snýst formaðurinn eins og vindhani í umhverfismálum. Þjórsá virkjuð...Þjórsá ekki virkjuð öskömmu seinna. Hann þarf nefnilega svo sjaldan að svara fyrir slagorðagjálfrið. Er kannski búið að svara þessu einhversstaðar ?

Jón Ingi Cæsarsson, 2.3.2007 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818183

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband