Geir slappur.

Ég tók eftir því í kvöldfréttum í fyrrkvöld hvað Geir Haarde var slappur og ósannfærandi í ræðustól. Það var eins og honum hundleiddist að þurfa að standa í þessu veseni. Það eru flestir farnir að taka eftir því hversu fjarlægur og lítt áberandi forsætisráðherra er. Hann sést sjaldan í fjölmiðlum og fréttamönnum einhvernveginn yfirsést að spyrja hann álits eða hafa við hann samband. Spaugstofan hefur þegar gert sér mat úr ástandinu með textanum góða "Hvar er Geir ?"

En er þetta meðvitað eða er kallinn bara svona slappur ? Það er spurning sem maður veltir fyrir sér. Geir fékk lítið sem ekkert svigrúm meðan Davíð Oddsson var formaður flokksins og sást sjaldan eða aldrei. Engum fjármálaráðherra hefur teksist að vera jafn ósýnilegur og Geir Haarde. Honum tókst meira að segja að gera efnahagsstefnu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar ósýnilega. Kannski var hún bara aldrei til.

Þetta væri nú gott og gilt og í fína lagi ef Sjálfstæðisflokkurinn og Geir Haarde hefðu framtíðarsýn og stefnu. Ef hún er til er hún jafn ósýnileg og formaður flokksins. Kannski er niðurstaðan bara sú einfaldlega að þetta sé leynistefna, leyniformaður og síðast en ekki síðst leyniflokkur. En af hverju hann er að mælast með rúm 35% í skoðanakönnunum segir kannski að kjósendur vilji frekar taka þann pól í hæðina að halda kyrstöðu og stöðnun. Ég held ekki. Þessi mæling er vegna þess að 50% kjósenda eru að velta fyrir sér hvern hinna flokkana þeir eigi að kjósa. Menn vilja framþróun og breytingar en ekki kyrrstöðu og ósýnileika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818097

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband