Stefnuleysi stjórnvalda - efnahagsleg blindagata.

 

Afnám verðtryggingar af neytendalánum gæti leitt til þyngri greiðslubyrði og gert tekjulæstu hópunum erfiðara fyrir að kaupa húsnæði. Þetta kom fram á blaðamannafundi sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar í dag. 

_______________

Þá fengu landsmenn það lóðbeint í hausinn.

Ekki hægt að afnema verðtryggingu á Íslandi við núverandi aðstæður.

Þessar svokölluðu núverandi aðstæður eru það sem ríkisstjórnin er búin að hóta landsmönnum frá myndun hennar í vor.

Efnhagsleg kyrrstaða og íslensk króna til framtíðar.

Það eru þessar " núverandi aðstæður " sem nefndin um afnám verðtyggingar segir okkur frá.

Ísland og þegnar þess lands mega búast við að svona verði ástand hér til næstu ára eða áratuga ef augu stjórnmálamanna opnast ekki.

Íslensk króna og íslenskt efnahagsumhverfi mun dæma þegna landins til langar eyðimerkurgöngu og kyrrstöðu.

Ungt fólk mun ekki eignast þak yfir höfuðið, það verður ekki gerlegt fyrir ungt fólk að kaupa sér fasteign á Íslandi.

Það þjóðhagslega hættulegt að hafa við völd skilningvana stjórnvöld sem ekki sjá lengra fram á veginn en sem nemur einu kjörtímabili, hámark.

Vonandi fer þjóðin að íhuga þessi mál af alvöru og reyna að hafa vit fyrir afturhaldssömum flokkhestum sem vinna með hag fárra að leiðarljósi. 

 


mbl.is Fasteignaverð gæti lækkað um 20%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lastu þetta semsagt út úr niðurstöðum hópsins? Eða lastu þær yfir höfuð? Þetta voru nefninlega ekki þær. Athugasemdir þínar bera þvert á móti ekki nein merki þess að vera annað en þínar einkaskoðanir. Og þó að eitthvað fólk úti í bæ haldi því fram að "ekki sé hægt að afnema verðtryggingu" er það ekkert nýtt. Þú hefur til dæmis haldið því fram lengi en það þýðir ekkert annað en að þú hafir rangt fyrir þér.

Hérna er frumvarpið með útfærslunni á afnámi verðtryggingar neytendalána, eins og skipunarbréf hópsins kvað á um:

http://www.althingi.is/altext/141/s/1138.html

Til þess að afnema verðtrygginu þarf ekki annað en að 32 eða fleiri þingmenn greiði atkvæði með þessu frumvarpi.

P.S. Uppfærð útgáfa frumvarpsins var afhent "sérfræðingahópnum" svo fáviska er engin afsökun fyrir þessari vanrækslu.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.1.2014 kl. 23:27

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flottur Guðmundur.

Sigurður Haraldsson, 24.1.2014 kl. 08:59

3 identicon

Ef þú heldur Guðmundur að þetta sé EINKASKOÐUN Jóns Inga þá er það mikil misskilningur. Það er nefnilega stór hópur fólks á Íslandi sem er þessara skoðunar og þar á meðal ég.

 Þessi smjörklípunefnd um afnám verðtyggingar er bara STÓR BRANDARI og ekkert annað en risastórt lýðskrum. Það að halda að afnám verðtryggingar sé einhver lausn er mikil misskilningur , afnám verðtryggingar mun eingöngu þýða að afborganir af húsnæðislánum munu stór hækka, vextir munu fara uppúr öllu valdi og krónan verður í frjálsu falli og verða með öllu verðlaus og í kjölfarið fylgir óðaverðbólga.

Eina lausnin er að halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið og leggja samningana fyrir þjóðina og vonandi hefur þjóðin þá vit til að samþykkja þá.

Ef það gerist, þá er loksins komin einhver framtíðarsýn á efnahags og peningamál þjóðarinnar og þá væri hægt að taka alvöruskref fyrir afnámi verðtryggingar með því að byrja á því að tengja krónuna við ERM2 til að byrja með og þegar við erum búin að uppfylla Maastricht skilyrðin sem ganga út á það að taka til í efnahagskerfinu okkar, að taka upp alvörugjaldmiðilinn Evru.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 24.1.2014 kl. 09:08

4 Smámynd: Óskar

Það liggur nú beinast við að spyrja Guðmund Ásgeirsson framsóknarmann HVERSVEGNA Í ANDSKOTANUM ÞESSI NEFND OG ÞESSI RÍKISSTJÓRN AFNEMUR EKKI FOKKING VERÐTRYGGINGUNA FYRST ÞAÐ ER SVONA EINFALT.  SVARAÐU ÞESSU GUÐMUNDUR.

Óskar, 24.1.2014 kl. 10:14

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Alveg sama hvað hver segir þá er kerfið hér allt allt of stórt miðað við höfðatölu! Ofurlaun og og bónusar eru komin inn í stóru bankana aftur það eitt segir okkur að þeir mega alveg missa sýn.

Sigurður Haraldsson, 24.1.2014 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband