Skemmdarverk ríkisstjórnarinnar.

Vinna við landvörslu í sumar minnkar um helming frá því í fyrra, vegna lægri fjárframlaga til Umhverfisstofnunar.

Landverðir starfa í íslenskum þjóðgörðum og á náttúruverndarsvæðum á sumrin. Þeir taka á móti gestum og veita upplýsingar. Þeir veita fræðslu, gæta þess að ákvæði friðlýsingar og náttúruverndarlaga séu virt, hafa eftirlit með umferð og umgengni, og sjá um framkvæmdir eins og að leggja göngustíga og halda tjaldsvæðum við. 

(ruv.is)

http://www.ruv.is/frett/landvarsla-skorin-nidur

_____________________

Landsmenn verða nú vitni að ótrúlegri atlögu núverandi stjórnvalda gegn umhverfinu og umhverfismálum.

Það byrjaði með því að sérstakur umhverfisráðherra var lagður af og málaflokkurinn settur í hendur manns sem hefur ákaflega lítinn skilning á þeim málaflokki.

Síðan hefur gengið á endalausum skemmdarverkum gegn málaflokknum.

Ný náttúrverndarlög slegin af.

Rammáætlun sett í uppnám.

Talað niður til umhverfissérfræðinga.

 

Umræðan um Þjóðarárver er öllum kunnug, Umhverfisstofnun hefur verið skorin niður og nánast öll vinna við friðlönd er lögð af.

Það mætti telja upp mörg mál þar sem svokallaður umhverfisráðherra hefur farið offari og skaðað margra ára vinnu við málaflokkinn.

Nú er ljóst að skera þarf niður í landvörslu sem er ákaflega miklivæg, sérstaklega í ljósi þess að ferðamönnum fjölgar hratt og landverðir eru nauðsynlegur öryggisventill.

En þessi ríkisstjórn hefur ekki skilning á því, frekar en öðru sem að náttúru og umhverfisvernd snýr.

Líklega hefði maður átt að kveikja á perunni í upphafi kjörtímabilsins þegar umræddur, svokallaður umhverfisráðherra var settur í embættið og boðuð niðurlagning sérstaks umhverfisráðherra og væntalega í framhaldinu, niðurlagning umhverfisráðuneytisins.

Vonandi verða þessir menn ekki of lengi við völd, en skaðinn er skeður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband