Hræðilegur dagur - sparkað í þjóðina.

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að það sé óeðlilegt að núverandi ríkisstjórn framfylgi stefnu fyrri ríkisstjórnar sem hafi hækkað barnabætur um 24 prósent. Vigdís og Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, voru gestir í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

Rætt var um fyrirætlan stjórnvalda að lækka vaxta- og barnabætur um alls 600 milljónir króna og skera niður þróunaraðstoð um hundruð milljóna króna.  

____________________

Vefmiðlar hafa logað í dag. Vigdísi Hauksdóttur tóks með útrúlega lágkúrulegum málflutningi að koma við flesta þá sem skilja hvað er réttlæti og sanngirni.

Látum það vera að VH og ríkisstjórinn hafi ákveðið að skerða kör fátækasta fólksins í landinu með hundruð milljóna niðurskurði og barnabótum.

Að VH hafi ásamt ríkisstjórninni að hætta stuðningi við fátækustu börn veraldar með niðurskurði á þróunarastoð til snauðustu þjóða veraldar.

Auðvitað svæsin hægri stefna, óásættanleg fyrir alla jafnarmenn og þá sem setja réttlæti og jöfnuð í forgang.

En hvernig VH matreiddi þetta í viðtalinu í morgun var hreinlega sársaukafullt.

Maður skilur ekki hvernig hægt er að koma fram eins og þingmaðurinn og formaður fjárlaganefndar gerði í RÚV í morgun.

Hroki, dónakapur, lítilsvirðing og margt annað sem ég ætla ekki að nefna hefur sett netheima og fjölmiðla á annan endan í dag.

Margir hafa stór orð um VH en hún ber í sjálfu sér ekki ábyrgð á þessari stefnu, aðeins sinni persónulegu framsetningu sem var slæm.

Stefnan er stjórnarflokkanna og þeirra 19+19 þingmanna sem ætla að bakka hana upp í fjárlagafrumvarpinu.

Þetta er vond ríkissstjórn með vondar áherslur.

 http://ruv.is/sarpurinn/morgunutvarpid/09122013

VH í RÚv í morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kemur ekki á óvart svona skilaboð frá þessari VH. Það verður ekki á hana logið nema að henni sé hælt. Er svo langt að bíða þar til hún verður fimmti ráðherra xB?

Hvernig verður þá álit manna á Íslendingum?

Trausti (IP-tala skráð) 9.12.2013 kl. 17:27

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir Linkinn.

Vigdís sagði það sem þurfti að segja - allt rétt - enginn hroki.

Óðinn Þórisson, 9.12.2013 kl. 18:31

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er sorglegt. V.H. skrökvar engu þegar hún segir stefnu fyrri og núverandi stjórnar gjörólíkar og að forgangsröðunin sé að vinda ofan af því sem vel var gert. Þetta sé stefna stjórnarflokkana og það sem þeir standi fyrir og það muni ekki breytast!

Það er því væntanlega von á meira af svo góðu. Mig grunar að Vigdís verði sett á ís og ekki notuð á næstunni sem málssvari ríkisstjórnarinnar. Það þarf meira vit en hennar til að verja slæman málstað. Lítið hefur heyrst í Gunnari Braga undanfarna daga eftir styrkjaklúður hans. Hann er sennilega í fjölmiðlabanni.

Til hagræðis þá byrjar viðtalið  39:15  

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.12.2013 kl. 18:56

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já Óðinn, það er eðlilegt að þú sért stoltur af Vigdísi, þið eruð sitt hvor hliðin á sama pening

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.12.2013 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818217

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband