Framsóknarflokkurinn er hægri flokkur.

„Það er eðli vinstri flokka að hækka bætur svo, að nánast að gera einstaklinga háða bótum frá ríkinu,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, sem segir lækkun vaxta- og barnabóta lið í að „vinda ofan af þeirri vitleysu sem var í  gangi á síðasta kjörtímabili.“

Í Morgunútvarpi Rásar 2 staðfesti Vigdís að til standi að lækka vaxta- og barnabætur um 600 milljónir króna og draga verulega úr útgjöldum til þróunaraðstoðar í því skyni að færa fé til heilbrigðisþjónustunnar. Vigdís benti á að á síðasta kjörtímabili hafi barnabætur hækkað um 24 prósent. Nú séu komnar fram tillögur um að koma til móts við skuldug heimili og finna þurfi aukið fé til heilbrigðismála. Þetta sé leiðin til þess.

Eyjan.is.

______________

Framsóknarflokkurinn hefur viljað skilgreina sig sem félagshyggjuflokk á tyllidögum.

Nú staðfestir formaður fjárlaganefndar að svo er alls ekki enda hefur flokkurinn nú ákveðið að gera fáheyrða atlögu að fátækasta fólkinu í landinu.

Lækka vaxta og barnabætur til fjölskyldna um hundruð milljóna.

Slíka atlögu gera aðeins forhertir hægri flokkar.

Auk þessa hefur flokkurinn kvittað undir að draga úr þróunaraðstoð til fátækasta og mest þurfandi í heiminum.

Það er lítilmótlegt og maður skammast sín fyrir stjórnmálamenn sem ekki hafa meiri skilning á eymd og fátækt barna í útlöndum.

Auðvitað er þetta aðeins hluti af þjóðernisstefnu flokksins, okkur kemur ekkert við í úlöndum nema við getum grætt á því.

Maður veltir fyrir því fyrir sér í fúlustu alvöru, er málflutningur og áherslur formanns fjárlaganefndar og formanns flokksins virkilega það sem hinn almenni Framsóknarmaður vill sjá ?

Maður bara spyr sig.

http://ruv.is/sarpurinn/morgunutvarpid/09122013


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Jón, ég er með hugmynd. Leggjum á valkvæðan nefskatt upp á 25.000 krónur.  Þeir sem vilja styrkja þróunaraðstoð borga þennan skatt hinir ekki.  Síðan verður birt á vef Ríkisskattstjóra hverjir borguðu.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.12.2013 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 818122

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband