Hversu dýr má utanríkisráðherra vera þjóðinni ?

„Þetta er gott dæmi um það hvernig klaufaleg diplómatía getur kostað Íslendinga stórfé og unnið gegn hagsmunum þeirra. Ákvörðun Evrópusambandsins um að hætta IPA-styrkjum er bein afleiðing af þeim klaufaskap utanríkisráðherra að segja eitt í Brussel, og annað á Íslandi.“

http://eyjan.pressan.is/frettir/2013/12/06/segir-klaufaskap-gunnars-braga-skada-hagsmuni-islands-og-kosta-milljarda/

Eyjan.is

______________________

Embættisfærslur utanríkisráðherra eru í besta falli klaufalegar, allt að því heimskulegar.

Látum það vera að stjórnmálamenn hagi sér með þessum hætti heima í héraði, það veldur sjaldan stórtjóni.

En þegar stjórnmálamenn tala án umboðs með hroka og lítilsvirðingu við erlendar þjóðir þá gerist eitthvað.

Það má vel vera að einhverjum þyki það voða sniðugt að sýna erlendum þjóðum putta.

Það er voða töff.

En auðvitað lýsir það skorti á hæfileikum, minnimáttarkennd og að viðkomandi kunni ekki starfið sem hann gegnir þegar hegðunin er eins og verið hefur hjá utanríksráðherra.

Kannski finnst einhverjum þetta fyndið, en það er ekkert fyndið við að tapa trúverðugleika á erlendum vettvangi og auk þess milljörðum til viðbótar.

Þá spyr maður, hversu dýr má lítt hæfur stjórnmálamaður vera áður en honum er skipt útaf fyrir annan hæfari ?

Þetta er spurningin sem brennur á flestum þegar horft er til verklags og hæfileikaleysis utanríksráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ja nú er ég hissa. Mér skildist að IPA styrkir séu bara handa þeim sem eru að ganga í E.S.B. En ég hélt bara eins og aðrir í þessu þjóðfélagi, að það ætti bara að kíkja í pakkann, en það er rétt sem þú segir utanríkisráðherra má ekki vera of dýr  þjóðinni, svo að ef fyrrverandi ráðherra hefði ekki logið því í þjóðina að það væri ekki verið að ganga í E.S.B. Þá væri þessi staða ekki svona. Ekki er hægt að kenna núverandi ráðherra um lygaþvælu fyrrverandi ráðherra! Er þetta nokkuð flókið??

Eyjólfur G Svavarsson, 7.12.2013 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 818187

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband