Ganga skemmdaverkamenn lausir ?

http://www.visir.is/reidin-vegna-ruv-bryst-fram/article/2013131209587

Almenn reiði
Og víst er að margir eru reiðir vegna uppsagnanna. Fólki er misboðið, segir Melkorka en þegar hún er spurð hvort sú reiði beinist fremur gegn Páli Magnússyni útvarpsstjóra, eða fjárveitingarvaldinu, í líki Illuga Gunnarssonar, segir hún það flókið. Og henni leiðist það hversu mjög umræðan vill stundum reynast svart/hvít. „Þetta getur til dæmis ekki snúist um að menningin sé að taka frá heilbrigðisgeiranum. Málin eru ekki svona svarthvít.

_______________________

Fjárveitingavaldið - fjármálaráðuneytið ( lesist Bjarni Ben) menntamálaráðuneytið ( lesist Illugi Gunnarsson ) og yfirmenn RÚV hafa tekið höndum saman og hafa rústað Rás 1.

Það var í þessari lotu, við vitum ekki hvar þeir bera niður í næstu lotu.

Framkoma gagnvart fólki sem rekið var er lítilsvirðandi og bera þess vott að yfirmenn sem henni stjórnuðu kunna ekki til verka.

Flestir eru sammála um að afar illa hafi verið staðið að verki.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur virðast hafa tekið meðvitaða ákvörðun í málefnum RÚV.

Skera niður, skerða og kannski leggja niður í framtíðinni. Ýmislegt bendir til þess.

Ekkert sérstaklega ný tíðindi með Sjálfstæðisflokkinn en hér er gjörbreyttur Framsóknarflokkur á ferð.

Það er ljóst að mikil reiði er að safnast fyrir í þjóðfélaginu. Hvort hún nær að brjótast fram af fullum þunga skal ósagt látið.

Framundan eru viðkvæmir tímar, kjarasamningar um ekkert, vandi í heilbrigðiskerfinu, saumað að ríkisstofnunum, og mannlegi þátturinn settur útfyrir.

Engin framtíðarsýn.

Það kraumar í pottinum en lokið er enn á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Já það þarf að "sauma" að ríkisstofnunum. Öllum ríkisstofnunum,nema heilbrigðiskerfinu. Þar er þegar allt of langt gengið.

Mannlegi þátturinn er alltaf sá sami þegar fólki er sagt upp vinnuni ,eðlileg reiði, vanmáttarkennd og áhyggjur. Þá rísa þeir upp sem vilja hræra upp í þessum tilfinningum og "láta krauma í pottinum". Verði þeim að góðu. Þú ert náttúrulega sérfræðingur og veist hvort starfsmannafjöldi ríkisútvarps á að vera 300 eða 200 ekki veit ég það.

Snorri Hansson, 6.12.2013 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 818078

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband