Verður ráðist á Íran ?

Það eru margir sem hafa áhyggjur af að Bandaríkjamenn og Ísrael ráðist á Íran með tilheyrandi hörmungum. Það er ljóst að sjálfskipuð lögregla heimsins er tilbúin í það og Bush hefur sýnt það að hann er tilbúinn í hvað sem er. Ráðgjafar hans eru af þeim toga að líklegra má telja en hitt að látið verði til skara skríða með vorinu. Ekki veit ég hvort þing og þjóð þar vestra eru tilbúin að taka á sig enn frekari kostnað við stríðsrekstur forsetans og kumpána hans. Það á eftir að koma í ljós. Ísraelsmenn sem ekki réðu við illa vopnaðar sveitir skæruliða í fyrra á heimavelli ættu sennilega lítið í gríðar stóran her Írans sem auk þess er vel vopnum búinn að sögn.

Það sem er spurning fyrir okkur Íslendinga hvort hér verði við völd ríkisstjórn sem vill með Bandaríkjamönnum í slík feigarflan, það á eftir að koma í ljós. Ég er hræddur um að núverandi stjórnarherrar hér, létu tilleiðast eins og þegar ráðist var á Írak 2003. Sennilega hafa þeir ekkert lært á þeim hroðalegu mistökum. Í það minnsta hafa þeir ekki fengist til að draga þátttöku okkar til baka með formlegum hætti þrátt fyrir gríðarlegar óánægju þjóðarinnar. Vonandi hafa þeir þó lært það að bera slíkar ákvarðanir undir þingið áður en lagt er af stað í slíka ferð. Þó svo Davíð Oddsson hafi engan þurft að spyrja gæti verið að Geir Haarde færið aðra leið með síkt, enda kosningar framundan. Það er öruggt að þingið gæfi aldrei þær heimildir eins og í pottinn er búið nú.


mbl.is Fundað um frekari aðgerðir gegn Írönum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Miðað við áróðurinn um Íran sem dynur á okkur í frá AP og Routers er þetta orðið mjög svipað ástandinu fyrir árásina í Írak 2003. U.S hafa nýlega fjölgað hermönnum um 30.000 þús manns. Fréttir herma að Ísraelar eru tilbúnir til þess að framkvæma loftárásir með U.S í gengum Íraska lofthelgi. Þannig að já ég tel það líklegt að U.S og Ísraelar ráðist í Íran.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 10:19

2 Smámynd: Björgvin Gunnarsson

Það er ekki snefill af efa í mínu hjarta um þetta mál, það á að ráðast á Íran, sama hvað gengur á! Þetta er hluti af gömlu plani bandaríkjastjórnar um yfirráð yfir þessum parti miðausturlanda. Kannski ætti stjórnarandstæðan að koma með fyrirspurn á Alþingi, spyrja ríkisstjórnina hvort þeir myndu samþykkja árás á Íran, væri gaman að sjá svörin við því.

Björgvin Gunnarsson, 26.2.2007 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 818079

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband