Hvernig framtíð vill þjóðin ?

Fylgi stjórnarflokkanna er í frjálsu falli en stuðningur almennings við stjórnarandstöðuna nemur samanlagt 55 prósentum. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar sem Félagsvísindastofnun framkvæmdi dagana 3. til 16. október.

Fram kemur að Sjálfstæðisflokkurinn mælist aðeins með 23,2 prósenta fylgi. Næst kemur Samfylkingin með 19,7 prósent. Fylgi Framsóknarflokksins hefur minnkað gífurlega og er komið niður í 14,8 prósent og fylgir Vinstrihreyfingin grænt framboð fast á eftir með 14,5 prósent.

( DV.IS )

http://www.dv.is/frettir/2013/10/20/rikisstjornin-i-frjalsu-falli/

____________________

Fylgi ríkisstjórnarflokkanna hrapar.

Kjósendur sjá nú hvernig þessir flokkar ætla að vinna að framtíð Íslands.

Strax var hafist handa við að hygla gömlu forréttingahópunum, gömlu hagsmunagæsluflokkarnir voru þarna ennþá, þó í sauðagæru væru í kosningunum.

Að því loknu var þegar í stað farið að snúa klukkunni til baka til ársins 2007 þegar þeir misstu 12 ára völd sín í ríkisstjórn.

  • ESB viðræðum hætt.
  • Lýst yfir að krónan væri framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar.
  • Engar breytingar gerðar á innflutningshöftum og þau jafnvel styrkt.
  • Umhverfismálin tekin úr framtíðarfarvegi og sett í farveg skammtímasjónarmiða og hagsmunagæslu.
  • Skattar á þá ríkari lækkaðir og láglaunafólk látið greiða hlutfallslega meira til samneyslunnar.
  • Loforð um uppbyggingu í heilsbrigðiskerfinu svikin.
  • Breytingar á stjórnarskrá blásnar af.

Svona mætti lengi telja, reyndar merkilegt hvernig hægt er að ná slíkum árangri í niðurrifsstarfssemi á jafn skömmum tíma.

Nú virðist sem þjóðin ætli ekki að láta bjóða sér gömlu stjórnarhætti og aðferðir gömlu íhaldsflokkanna.

Fylgi þeirra er í frjálsu falli sem segir okkur að svona framtíð vill þjóðin ekki.

Síðasta ríkisstjórn gerði fullt af mistökum en hún hafði stefnu, stefnu sem átti að breyta Íslandi.

 Því höfnuðu kjósendur í kosningunum.

Nú virðist sem fólk sé að vakna við vondan draum.

Gylliboðin og loforðin voru bara sýndarmennska, sýndarmennska með það eitt að markmiði að ná völdum.

Gömlu valdaklíkurnar mættar með gömlu aðferðirnar.

Þannig framtíð vill þjóðin ekki.

Það er það sem lesa má út úr fylgishruni stjórnarflokkanna, á mettíma að undanförnu.

Líklega heimsmet ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ja hérna Jón.  Nú er ég algerlega sammála þér. Það er hægt að gagnrýna án þess að liggja í skotgrafarstellingu fótgönguliðans.  En það er annað sem er ekki síður athyglisvert við þessa könnun og aðrar ámóta og það er hátt hlutfall þeirra sem svara ekki. Sem er framhald á dræmri þáttöku í síðustu kosningum og vísbending um að sífellt fleiri treysta ekki fjórflokknum.  Þannig að slæm útkoma stjórnarflokkanna er ekki traustsyfirlýsing til fyrri stjórnar.  Sennilega munum við sitja uppi með minnihlutastjórn SF og Framsóknar hvort sem okkur líkar betur eða verr.  Það verður ekki fyrr en í næstu kosningum sem raunverulegur vilji þjóðarinnar kemur í ljós.  Þá verður ekkert endilega gaman að vera Samfylkingarmaður eða Vinstri Grænn.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.10.2013 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 818095

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband