Gagnast ekki fórnarlömbum hrunsins.

Björgvin G. Sigurðsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hefði lagt á sig mikla vinnu til að reyna að ljúka vinnu við frumvarpið í þingnefnd. Svar við spurningu um hvort slíkt frumvarp mætti gilda afturvirkt var hins vegar alltaf óljóst. Sigurður Líndal emeritus hefði að lokum svarað því skýrt á fundi nefndarinnar að afturvirk lagasetning stæðist ekki ákvæði stjórnarskrárinnar. Þar með hefði tilraun til að ljúka afgreiðslu frumvarpsins runnið út í sandinn.

_______________

Þetta frumvarp gangast engum sem á í vanda vegna hrunsins.

Velti fyrir mér af hverju ríkisstjórnin er að leggja þessa vinnu í mál sem verður kannski einhverjum að liði í óljósri framtíð.

Kannski héldu þeir að þetta væri gott innlegg í svikin loforð um aðstoð við heimilin  STRAX ?

Svo er alls ekki.


mbl.is Erfitt að koma við afturvirkni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ekki afturvirkni ef frá og með deginum í dag eitthvað verður óheimilt sem áður var heimilt.

Að takmarka framtíðar-endurheimtur kröfuhafa við úthlutun söluandvirðis veðandlags er ekki afturvirkt frekar en fjárlög 2014.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.10.2013 kl. 16:20

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Með afturvirkni er hér átt við lán sem þegar hafa veirð teki. Þessi lög geta því aðeins náð til lána sem tekin eru eftir að lögin eru samþykkt og gagnast því ekki þeim sem eru í vanda vegna lána sem þeir hafa þegar tekið. Þetta getur jafnvel gert stöðu þeirra enn verri því lánveitendur verða þá tregari til að endurfjármagna lán sem eru í vanskilum til lengri tíma því með því öðlast lántaki rétt á grunvelli lyklafrumvarpsins gagnvart nýja láninu sem hann hefur ekki gagnvart því gamla. Lausnin á skuldavanda margra gæti því orðið erfiðari en ella.

Sigurður M Grétarsson, 8.10.2013 kl. 16:43

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

rétt hjá þér að svona reglur munu ekki gagnast þeim sem eru í vandræðum núna EN þetta er góðar reglur fyrir framtíðina.

Rafn Guðmundsson, 8.10.2013 kl. 16:47

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þessi regla hefur bæði góðar og slæmar hliðar fyrir framtíðina. Þessi regla mun væntanlega leiða til þess að lánveitendur verða tregari til að fara hátt í veðsetningarhlutfalli og mun það sennilega lækka í reglum þeirra flestra. Það mun gera ungu fólki enn erfiðara fyrir en er í dag að eignast sína fyrstu íbúð og verða því fleiri ofurseldir leigumarkaðnum. Það mun einnig leiða til þess að þeir lánveitendur sem þó fara hátt í veðsetningarhlutfalli munu krefjast hærri vaxta fyrir lán í sem fara hátt í veðsetningarhlutfalli en ella og þar með eykst kostnaður lántaka.

En það er með þetta eins og annað í lánamálum. Þeim mun meiri áhætta sem sett er á lánveitenda þeim mun hærri verða vextirnir.

Sigurður M Grétarsson, 8.10.2013 kl. 16:57

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Enn ein svikin.

Fólk ætti að skoða umræður og vinahjal þeirra Lilju Mós og Sjallanna um þessi lyklalög þegar Sjallar voru í stjórnarandstöðu.

Þetta er bara að verða alveg óskaplegt og í raun hroðalegt hvernig framsóknarmenn og sjallar fara með innbyggja. En jú jú, það er eins og flestum innbyggjum sé alveg sama og sumir þrái í raun að ganga undir vönd þeirra framsjalla. Það er engu líkara.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.10.2013 kl. 17:52

6 Smámynd: Agný

Hvernig er hægt að hafa launahækkanir "afturvirkar" til þeirra sem fengu núna fyrir stuttu síðan þannig launahækkun, ef það er þá ekki hægt að hafa þetta afturvirkt? En það er slatti launahækkun sem ég er að tala um nálægt 300.000 og margfalðið það svo x 12 mán afturvirkt..Þá er þetta ekkert vesen...En eins og venjulega er mikill munur á "bara" Jóni og "séra" Jóni ..það er sko lýðnum löngu ljóst!

Agný, 9.10.2013 kl. 01:30

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Agný. Það er hægt að semja um allt í samningum. Það er einnig hægt að hafa allt afturvirkt sem sá sættir sig við sem hefur óhagræðið af því. Ef allir lánveitendur sætta sig við afturvirkni lyklafromvarps þá gengur það upp. En ef einn þeirra vill það ekki þá verndar stjórnarskráin hann fyrir því að þurfa að sætta sig við það.

Sigurður M Grétarsson, 9.10.2013 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 818128

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband