Geðþóttastjórnun Framsóknarráðherranna.

„Þetta er held ég dæmalaust að ráðherra ráðist svona blóðugt á heilan lagabálk og ryðji honum frá en er svo sem í anda annars sem Sigurður Ingi hefur gert sem umhverfisráðherra. Hann hefur ekki stigið varlega til jarðar í þeim efnum. Það hefur verið töluverður fyrirgangur og það virðist vera að hann fjandskapist við það sem flokkast undir náttúruvernd, því miður. Og það er náttúrulega svolítið snúið að gegna embætti umhverfisráðherra með þau sjónarmið.“

____________________________

Ráðherrar Framsóknarflokksins fara offari í flestum málaflokkum.

Umhverfisráðherra og utanríkisráðherrar eru sérstaklega slæmir með þetta og tala báðir eins og þingræðið skipti þá engu máli.

ÉG hef ákveðið.

Þessir tveir ráðherrar virðast hafa tapað áttum og valdið stigið þeim alvarlega til höfuðs.

Síðasti gjörningur umhverfisráðherra hefur þegar vakið viðbrögð fagaðila í málaflokknum enda sérstaklega ófagleg og hrein geðþóttaákvörðun.

Sigurður Ingi er sérstaklega slæmur ráðherra þegar horft er til sögunnar, þrátt fyrir að hafa setið í fáeina mánuði.

Sjálfstæðisráðherrar eru stórum faglegri og sennilega tímaspursmál hversu lengi þeir vilja taka þátt í þessum skógarferðum Framsóknarráðherranna sem þeir auðvitað bera ábyrgð á.


mbl.is Fordæmalaus árás á heilan lagabálk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Var ekki síðasta stjórn sem fór eins með vatnalögin sem sett voru af stjórn sem sat á undann henni þannig  að þetta er ekki einsdæmi.  að lög séu afturkölluð

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 25.9.2013 kl. 12:11

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gæti það verið að meirihluti fólks sé sammála umhverfisráðherranum? Hefurðu íhugað það, Jón Ingi?

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2013 kl. 12:33

3 Smámynd: Jörundur Þórðarson

Var að renna lauslega yfir nýju lögin. Hvað er það í þessum lögum sem svona slæmt? Er það of miklar heimildir til ráðherra? Er sú skylda sveitarfélaga að setja á stofn 3-7 manna nefdir of íþyngjandi? Hefði viljað sjá frekari rökstuðning ráðherrans.

Jörundur Þórðarson, 25.9.2013 kl. 13:09

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Fyrrverandi umhverfisráðherra reyndi að friða tófuna, og þar með útrýma mófuglum.

Skemmd síld í Kolgrafarfirði var ekki urðuð fyrr en eftir marga mánuði, þegar hún var orðin svo úldin, að umhverfinu stafaði hætta af.

Öfgakenndar reglur um hálendisumferð var óafsakanlega vanhugsuð, eftir því sem best varð skilið.

Ekki var það nú Sigurður Ingi sem stóð fyrir þeim fordæmalausu vanhugsuðu vanræksluverkum, hvað sem annars má segja um hann.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.9.2013 kl. 13:35

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Árni Páll hefur ekki gefið annað í skyn en að hann sé sammála framsóknarmönnum.Og bendir þeim stanslaust á að samanlagt hafi framsókn,samfylking og björt framtíð 34 þingmenn.Enda veit Árni Páll sem er, að hans eina lífsvon er að komast í ríkisstjórn með framsókn.Og Guðmundur Steingrímsson slær um sig sem miðjumann.Guðmundur og Árni Páll hsfa ekki gagnrýnt Sigurð Inga né Gunnar Braga.Litlir Samfylkingarkarlar skrækja á torgum.

Sigurgeir Jónsson, 25.9.2013 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband