Klukkan færð aftur til forneskju.

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að afturkalla lög um náttúruvernd nr. 60/2013 sem voru samþykkt á Alþingi rétt fyrir þinglok í vor. Lögum þessum var ætlað að taka gildi 1. apríl 2014.

_____________

Það er skemmdaverkamaður í umhverfisráðuneytinu. Hann hefur ákveðið að færa klukkuna aftur til Framsóknaráranna þar sem foreskjuhugsun ríkti í náttúrverndarmálum.

Þessi ráðherra er hreinlega hættulegur nútíma náttúrvernd og fullkomlega skilningsvana á mikilvægi náttúrverndar.

Fjóshaugastefna þessa ráðherra er ættuð frá fyrri hluta síðustu aldar.


mbl.is Lög um náttúruvernd afturkölluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfylkingarsleikjurnar Jón Ingi, Magnús Bj. og Hilmar Jóns, þið eru jafnömurlegir og venjulega.

Reynið að skilja að skítaflokkurinn ykkar er dauður!!!!

Hafþór Rósmundsson (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 00:06

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mikið óskaplega áttu bágt nafni. Það er ekki ljósglæta í tilverunni hjá þér. Nennir einhver að vera nálægt þér?

Þú ert sennilega leiðinlegasta manneskja norðan alpafjalla og þó er samkeppnin hörð þarna á vinstri vængnum.

Ertu ekkert að vinna? Verður þú ekki að finna þér eitthvað heilbrigðara til að hafa fyrir stafni? Nú eða flytja eitthvað annað á hnöttinn sem þér þykir bærilegra?

Jón Steinar Ragnarsson, 25.9.2013 kl. 03:32

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Nafni minn, þú lætur þér í léttu rúmi liggja að ráðherrar afnemi lög, og þar með þingræðið.  Vonandi ertu bara kátur með það og hamingjusamur

Jón Ingi Cæsarsson, 25.9.2013 kl. 07:23

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Samt svolítið skemmtilegt þegar Framsóknarþjónarnir fara í manninn og horfa ekki á málefnið. 

Jón Ingi Cæsarsson, 25.9.2013 kl. 07:25

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Líklega er einhver pirringur í gangi á þeim bænum, skil það svo sem það er sársaukafullt að sjá að fylgið við Framsókn var bóla sem sprakk á mettíma. 

Jón Ingi Cæsarsson, 25.9.2013 kl. 07:27

6 identicon

Það eina sem þessi ríkisstjórn virðist geta gert er að ógilda öll þau framfaraspor sem fyrri ríkisstjórn tók. Veiðigjald var aftur fært til útgerðarinnar, virðisaukaskatturinn til hóteleigenda, stjórn Rúv sett aftur undir pólitískt vald og ákvörðun tekin um að framlengja ekki stóreignaskattinn. Og nú þetta.

Ég man ekki eftir öðru eins og held því að þetta sé óhæfasta ríkisstjórn allra tíma. Niðurlæging kjósenda er algjör að hafa látið plata sig og kosið þessi ósköp yfir sig. Við eigum eftir að fara flatt á því.

Nú á að fella niður skuldir stóreignamanna í stað þess að bæta td heilbrigðis- og menntakerfið og greiða niður allt of háar skuldir ríkissjóðs. Almennir skuldarar virðast ekki gera sér neina grein fyrir að þeir munu tapa á skuldalækkuninni jafnvel þó að þeir fá lækkun á eigin skuld. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 07:37

7 identicon

Ósköp leggjast menn lágt eins og sjá má af ummælum Hafþórs og Jóns Steinars.  Hvað er að ykkur?.  Er þetta framlag ykkar til umræðunnar?.  Mikið afskaplega hlýtur ykkur að líða illa.   

Reynir Stefánsson (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 10:07

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eru þetta ekki framsóknarmenn? Það eru engir eins ómálefnalegir og ofbeldisfullir í umræðum eins og framsóknarmenn. Þetta er alveg búið að vera eftirtektarvert síðan að svo almennt var að fólk fór að tjá sig á netinu. Að framsóknarflokknum virðast sækjast mikið til fábjánar. Hluti sjallamanna gefur þeim svo lítið eftir.

Það er líka áberandi hve þessir menn setja mismunandi mælistikur á umræðuna. Það má bara ekki gagnrýna á málefnalegan hátt núverandi stjórnvöld. Þá koma þessir menn geltandi gjammandi eins og huskyhundar sem haldið hefur verið í búri í mörg ár - og síðan sveltir nýega og hleypt svo út.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.9.2013 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 818137

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband