Stóri misskilningur úr Skagafirði.

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, segir tal um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið án aðkomu þingsins byggt á misskilningi. Hann mun þó ekki leggja fram tillögu á þingi um að það verði gert.

Orð Gunnars Braga í síðustu viku vöktu umtal, þess efnis að samkvæmt lögfræðiáliti kæmi fram að þingsályktanir, líkt og aðildarumsóknin byggði á, væru ekki bindandi fyrir stjórnvöld umfram það sem af þingræðisvenjunni leiddi.

eyjan.is.´

 Nú er ég alveg búinn að tapa þræðinum.

Misskilningur segir utanríkisráðherra ?

Hver er misskilningurinn ?

Maðurinn mætti með lögfræðiálit þess efnis að hann væri ekki bundinn af þingályktun þingsins um ESB viðræður.

Er þetta ekki þokkalega skýrt ?

Hver er þá stóri-misskilningur ?

Kannski er það bara ráðherrann sjálfur sem er að misskilja hlutverk sitt og valdheimildir, flest bendir nú  til þess.

Hann hefur greinilega verið tekinn á teppið og hirtur fyrir tiltækið.

Sjálfstæðismenn lentu augljóslega í vandræðum með flumbruganginn þó svo Bjarni formaður hafi dottið í þann pott að taka undir með Gunnari Braga í millitíðinni.

Hann hefur nú dregið í land með það því margir í þingflokknum vilja halda þessum viðræðum áfram og komast að niðurstöðu.

Kannski er ekki einu sinni þingmeirihluti fyrir viðræðuslitum þegar upp er staðið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þórólfur kaupfélagsstjóri á Króknum er landsþekktur fyrir að gera það og framkvæma sem hugur hans stendur til.

Nú vill fyrrum undirmaður hans, núverandi utanríkisráðherra gera slíkt hið sama. En Gunnar Bragi á margt eftir ólært og kemst seint með tærnar þar sem hælar Þórólfs eru. Gunnar virðist ekki átta sig á þrískiptingu ríkisvaldsins, framkvæmdavaldið þarf að virða sjónarmið og ákvarðanir dómstóla og löggjafarvalds. Og þessi maður hefur svarið þingmannaeið að virða stjórnarskrána!

Guðjón Sigþór Jensson, 29.8.2013 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818113

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband