Öngullinn í rassinum ?

Ekki hefur nein ákvörðun verið tekin um að slíta viðræðum við Evrópusambandið eða nokkurn tímann verið gefið í skyn að það yrði gert með einfaldri ákvörðun. Það má hins vegar túlka álitið með þeim hætti að það sé hægt. Þá er vakin athygli á því að forsætisnefnd sá ekki ástæðu til að hafna álitinu. Orð þingmannsins dæma sig því sjálf.“

_________________

Átta mig ekki á hversu gleyminn er hægt að vera.

GBS mætti borubrattur í fjölmiðla og hafði uppi stórar yfirlýsingar.

Nú hefur hann dregið í land og ljóst að hann hefur fengið gula spjaldið hjá formönnum flokkanna.

Samstarfsflokkurinn var ekki kátur með yfirlýsingar hans eins og kom fram í fjölmiðlum.

Einstakir þingmenn hans tjáðu sig með afgerandi hætti í þessu máli.

 

Nú er ráðherrann svo ofurviðkæmur að hann eyðir púðri í að svara skoti óbreytts þingmanns með sérstakri fjölmiðayfirlýsingu.

Hvernig skyldi standa á þessari ofurviðkvæmni hjá ráðherranum ?

Maður spyr sig  LoL


mbl.is „Orð þingmannsins dæma sig sjálf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

GBS hefur þurft að segja, þeim sem ekki skildu, það tvisvar að "mikill munur er á að hætta að funda með ESB og að slíta samningaviðræðum.

Það ætti ekki að koma neinum sem eitthvað fylgdist með fjölmiðlum í kringum síðustu kosningar að Framsókn og Sjallar voru ekki á þeim tímapunkti sérdeilis hrifnir af ESB.

Eins og hefur sýnt sig í umræðunni undanfarna daga að þá er betra að skýra hlutina vel út því að annars er líklegt að vinstrimenn misskilji (eða "viljekkiskilji") eitthvað og séu farnir að hóta líkamsmeiðingum og vera með stóryrtar yfirlýsingar um greind og/eða heilindi manna sem ekki eru þeim sammála

Óskar Guðmundsson, 28.8.2013 kl. 17:23

2 Smámynd: Björn Geir Leifsson

Það svíður greinilega undan önglunum í Samfylkingarrössunum

Björn Geir Leifsson, 28.8.2013 kl. 18:18

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Ingi, hefurðu nokkuð lesið þessu umræddu þingsályktunartillögu: http://www.althingi.is/altext/137/s/0283.html

Það eina sem hún segir er nefninlega að sækja skuli um aðild, sem hefur verið uppfyllt, og að greiða skuli atkvæði um "væntanlegan" aðildarsamning, en útséð er með um að hann muni verða að veruleika.

Reyndar hefur Lisabon sáttmálin hefur legið fyrir í íslenskri þýðingu frá því um svipað leyti og þessi ályktun var samþykkt, og er það þá sú ríkisstjórn sem beitti sér fyrir málinu sem hefur ekki uppfyllt þingsályktunina, þar sem enginn þjóðaratkvæðgreiðsla hefur farið fram ennþá um Lisabon sáttmálann.

Aftur á móti þá er ekkert í þingsályktuninni sem segir að ef ekki verði af aðild þurfi neitt að greiða atkvæði um það sérstaklega.

Þar sem ekki liggur ekki fyrir neinn aðildarsamningur fyrir Ísland þá er ekkert til þess að greiða atkvæði um samkvæmt þessu.

Með öðrum orðum, fyrrvernandi ríkisstjórn Samfylkingar og VG er sú sem er brotleg við eigin þingsályktun. Aðrir ekki.

Við skulum endilega halda þessari umræðu áfram og hljótum þá að enda með því að leiða þurfi flutningsmann tillögunnar, Össur Skarphéðinsson, fyrir landsdóm, þar sem hann sem ráðherra þarf að svara til saka fyrir að hafa ekki farið eftir þingsályktuninni.

Hinsvegar þá hafa Samfylkingarráðherrar vonda reynslu af því að fara dómstólaleiðina, svo ekki er víst að Össur vilji það.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.8.2013 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 818038

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband