Afturhaldið mun hefta Ísland um alla framtíð.

Nýsköpunarfyrirtækið Skema flytur starfsemi sína úr landi um miðjan mánuðinn. Það hafa fleiri íslensk fyrirtæki gert að undanförnu. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segist ekki vilja læsast í gjaldeyrishöftum.

http://www.ruv.is/frett/nyskopunarfyrirtaeki-flytjast-ur-landi

________________

Íhaldsflokkarnir hafa boðað óbreytta stefnu í galdeyris og efnahagsmálum til framtíðar.

Þeir ætla að halda í krónuna og þeir ætla að einangra Ísland á alþjóðavettvangi.

Innri markaðir ESB verða okkur lokaðir áfram og við verðum aðeins hráefnisútflytjendur.

Við ætlum líka að halda í skoppandi örkrónu sem aldrei verður neitt í alþjóðagjaleyrisviðskiptum.

Afturhald og heimóttarskapur mun dæma Ísland og Íslendinga til annars flokks lífsskilyrða til framtíðar.

Hræðsla við útlendinga og allt sem útlent er ræður för hér á landi og meðan svo er mun Ísland búa við hefta möguleika til framþróunar.

En við erum samt SJÁLFSTÆРeins og hann Bjartur karlinn í Sumarhúsum, það er huggun harmi gegn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

5. maí 2011 lagði Árni Páll Árnason fram frumvarp á Alþingi um að lengja gildistíma gjaldeyrishaftanna til 2016.

9. mars 2013 lagði Efnahags- og viðskiptanefnd (meirihluti VG og Samfylkingar) fram frumvarp á Alþingi um ótímabundin gjaldeyrishöft.

Ég get ekki betur séð en að Skema hefði farið úr landi jafnvel þó Samfylkingin væri við völd.

Lúðvík Júlíusson, 6.8.2013 kl. 19:14

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú hefur líklega tapað af því að Samfylkingin hefur ein flokka talað um annað en gera ekki neitt, en það þarf víst fleiri til.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.8.2013 kl. 19:43

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Jón, þú verður að greina á milli þess sem er sagt og þess sem er gert. Ef það er mikill munur þar á þá verður það sem sagt er ótrúverðugt og þá sem það segir ótrúverðugur.

Lúðvík Júlíusson, 6.8.2013 kl. 20:19

4 Smámynd: Guðmundur Ingólfsson

Það er alveg ljóst að við þurfum mikið betri aðgang að mörkuðum ESB enda er heimurinn að þróast í þá átt að samskipti yfir landamæri eru sífelt að aukas, það síðasta af öllu sem við þurftum er þessi Framsóknar einangrunarstefna sem mun verða þjóðinni dýrkeypt þegar upp er staðið

Guðmundur Ingólfsson, 6.8.2013 kl. 20:20

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

rétt greining hjá þér jón ingi sýnist mér

Rafn Guðmundsson, 6.8.2013 kl. 21:59

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

*Íhaldsflokkarnir hafa boðað óbreytta stefnu í galdeyris og efnahagsmálum til framtíðar.

Þeir halda í þau völd sem þeir hafa.

*Þeir ætla að halda í krónuna og þeir ætla að einangra Ísland á alþjóðavettvangi.

Það fyrra er skynsamlegt, hið seinna er óskiljanlegt. Og einhvernvegin held ég að það sé ekki það sem þeir sækjast eftir - ekki að öllu leiti. Svo vitlausir geta þeir varla verið. Eða hvað?

*Innri markaðir ESB verða okkur lokaðir áfram og við verðum aðeins hráefnisútflytjendur.

Skiftir það máli? Ég veit ekki til þess að við seljum nokkuð þangað að ráði.

*Afturhald og heimóttarskapur mun dæma Ísland og Íslendinga til annars flokks lífsskilyrða til framtíðar.

Hey, það er það sem fólk vill. Lýðræði þú veist. Og jöfnuður. Verður að hafa jöfnuð. Jöfnuður fæst aldrei fyrr en við náum þriðja flokks lífsskilyrðum.

*Hræðsla við útlendinga og allt sem útlent er ræður för hér á landi og meðan svo er mun Ísland búa við hefta möguleika til framþróunar.

Það er svona alþjóðlegt vandamál. Landsmenn eru alltaf hræddir við útlendinga, bæjarmenn við fólk úr næsta bæ, hverfismenn við fólk úr næsta hverfi og einstaklingar við nágranna. Stundum.

*En við erum samt SJÁLFSTÆÐ eins og hann Bjartur karlinn í Sumarhúsum, það er huggun harmi gegn.

Ennþá.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.8.2013 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 818196

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband