Dauðagildra í strætó.

Að sögn Reynis Jónssonar, framkvæmdastjóra Strætó bs., er vagnstjórum vagnanna sem aka milli Reykjavíkur og Akureyrar heimilt að taka ákveðinni fjölda standandi farþega í hverja ferð og eru vagnarnir tryggðir fyrir flutning á standandi farþegum. „Farþeganum er í sjálfsvald sett hvort hann tekur ferðina,“ segir Reynir.

___________________

Það er skylda að hafa öryggisbelti í öllum bílum jafnt fólksbílum sem öðrum.

Það er öllum skylt að hafa öryggisbelti í bílum að viðlögðum sektum ef útaf er brotið.

Það er í lögum að öryggisbelti skuli vera í öllum langferðabílum og farþegum gert skylt að spenna sig.

Hverskonar lög eru það sem heimila rútubíl sem heitir strætó og keyrir á lengri leiðum, að hafa farþega lausa, standandi eða sitjandi á gólfinu.

Rútubíllinn strætó keyrir á 90 km hraða eins og allir aðrir bílar á þjóðvegum landins.

Það gefur auga leið hvernig fer fyrir farþega sem stendur eða situr á gólfi strætó, sem lendir í árekstri eða veltur á þjóðvegum landsins, akandi á 90 km hraða.

 Lausum farþegum er bráður bani búinn nema til komi mikil heppni.

Hverskonar rugl eru lög sem heimila slíkt ?


mbl.is Á gólfinu í strætó í fjóra tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ViceRoy

Sæll Jón

Ég get sagt að ég er ekki oft sammála þér, alla vega ekki í pólitík, en ég er þér 100% sammála þarna. Ef rúta er með sæti, þá á rútan ekki að geta bókað fleiri farþega en gert er ráð fyrir, ekki frekar en flugvél, þar sem þú ert beðinn um að setjast og spenna beltin í lendingu og vera með beltin spennt í flugtaki... Litlar líkur á að flugvél lendi í samstuði við aðra flugvél á leiðinni eitthvert, en rúta? Allt annað mál.

Hef engu að bæta við, þessir punktar eru gjörsamlega spot on. 

ViceRoy, 26.7.2013 kl. 22:52

2 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Það eru ekki eingöngu lausir farþegar sem er bráður bani búinn, heldur eru meiri líkur en minni að bundnir, sitjandi farþegar verði fyrir þeim standandi/sitjandi við veltu eða árekstur. Sem fyrrverandi rútu og strætóbílstjóri finnst mér alveg fáránlegt að þetta skuli vera leyft!

Hafsteinn Björnsson, 26.7.2013 kl. 23:02

3 identicon

Málið er að það er engin lagabókstafur um þetta, þessa vegna er haft eftir Reyni Jónssyni í annari frétt að "tæknilega séð er ekkert því til fyrirstöðu að farþegar standi frá Akureyri til Reykjavíkur".

 Lagaákvæði sem bannar akstur með standandi farþega utan þéttbýlis þar sem hámarkshraði er yfir 80km á klst taka ekki gildi fyrr en í ársbyrjun 2019, eftir 5 og hálft ár. Þetta var inn í drögum a lögum sem áttu að vera búin að taka gildi en einhver tróð inn sólarlagsákveði sem kveður á um að breytingin taki gildi þegar núgildandi samningar sveitarfélagana, Strætó bs. og Hópbíla renna út. Semsagt fjárhagslegt hagsmuna mál.

 Ef það eru skoðaðar fréttir um þetta efni (það eru fleiri en eitt og fleiri en tvö innslög sem koma upp ef maður kafar í þetta þá sést bersýnilega að Reynir Jónsson, framkvæmdarstjóri Strætó er mjög illa að sér í umferðaröryggismálum og virðist með öllu ókunnungt um fjölda umsagna og athugasemda sem Samgöngustofa (Umferðarstofa) hefur haft uppi um nákvæmlega þetta atriði.

Í sambandi við póstin hérna fyrir ofan þá veitir 60kg farþegi sem er laus í bifreið sem ekur á 90km/klst og lendir í árekstri 8 tonna höggþunga. Það þarf ekki að spyrja að leikslokum ef svoleiðis þungi færi að hlammast á aðra farþega eða ökumann.

Þorsteinn Hannesson (IP-tala skráð) 27.7.2013 kl. 00:42

4 Smámynd: Snorri Hansson

Nú er ég hjartanlega sammála þér Jón Ingi. Hvar er Umferðarstofa?

Snorri Hansson, 27.7.2013 kl. 04:18

5 Smámynd: Stefán Stefánsson

Tek undir allt sem þið hafið skrifað hér.

Rútubíllinn strætó má keyra á 90 km/klst eins og fólksbílar, en hraðatakmarkarinn í honum er stilltur á 100 km/klst þannig að hann kemst í 100 km/klst.

Stefán Stefánsson, 27.7.2013 kl. 10:46

6 identicon

Vá hvað þessi maður er bilaður!! þetta er bara kjaftæði. Hver vill standa í vagni á 80 til 90km hraða? Er maðurinn vangefin? Og annað. Sittu bara þarna á gólfinu vina! Já ok svona hugsar hann til farþegana sinna!! Geta bara leigið í skítnum eða staðið og bara drepist ef e h gerist svo lengi sem þau borga bara farið! ;o)

ólafur (IP-tala skráð) 27.7.2013 kl. 11:03

7 identicon

Snorri Hansson,

Samgöngustofa (áður Umferðarstofa) er margoft búin að benda á þessa hættu, bæði við stjórn Strætó bs. sem og innanríkisráðaneytið sem fer með þennan málaflokk. Til er mikið magn af skýrslum og athugasemdum frá þeim sem liggja fyrir hjá innanríkisráðaneytinu, þannig að það er ekki við Samgöngustofu (Umferðarstofu) að sakast í þessu.

Vandinn liggur í því að framkvæmdarstjóri Strætó bs., Reynir Jónsson, neitar að horfast í augu við staðreyndir, vitnar vitlaust í skýrslur og snýr niðurstöðum auk þess að beinlínis ljúga í viðtölum um þetta mál. Því til staðfestingar er vert að lesa þessar tvær fréttir sem ég hlekki í hérna að neðan:

 http://www.ruv.is/frett/ungmenni-latin-standa-i-straeto

http://www.ruv.is/frett/vilja-homlur-a-standandi-i-straeto

 Vandinn er líka sá að það er ekki til lagabókstafur um nákvæmlega þetta atriði, og lög sem eru í drög og banna slíka flutninga taka ekki gildi fyrr en í ársbyrjun 2019.

Þorsteinn Hannesson (IP-tala skráð) 27.7.2013 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818217

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband