Á leið í ruslið með Framsókn.

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's telur að áform ríkisstjórnarinnar um skuldaniðurfellingar stefni fjárhag ríkisins í hættu og metur lánshæfishorfur ríkisins neikvæðar. Áður voru horfurnar taldar stöðugar en verði lánshæfiseinkunnin sjálf lækkuð hefur það í för með sér að skuldabréf ríkissjóðs lenda í ruslflokki.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Eins og áður hefur verið greint frá hafa Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og OECD einnig varað við skuldaniðurfellingunum en Sigmundur Davíð gefið lítið fyrir gagnrýnina.

http://www.dv.is/frettir/2013/7/26/skuldabref-rikissjods-gaetu-lent-i-ruslflokki/

(dv.is)

Jæja...þá er Ísland á leiðinni niður í ruslflokk á ný undir stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.

Það er reyndar þekkt ferli og ætti kannski ekki að koma á óvart.

Það sem kemur helst á óvart hversu hratt það hefur gerst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er þetta ekki sama grúpan sem setti Ísland í AAA flokk fyrir 2008 hrunið, allt færi til andskotans ef IceSave væri ekki samþykkt?

Hver hlustar á svona jólasveina og tekur mark á þeim, ekki margir svo mikið er vizt.

Kveðja frá Lagos.

Jóhann Kristinsson, 26.7.2013 kl. 12:52

2 identicon

Þetta er nú meira endemis bullið í Standard&Poor's, þetta er sama matsfyrirtækið sem gaf bönkunum öllum AAA+ nokrum vikum fyr hrun þeirra,það væri gaman að fá rökstuðning fyrir lækun lánshæfis ríkisins, þegar til stendur að láta hrægammana og eða leiðréttingarsjóð borga, sem kostar ríkissjóð ekkert.

Ef FME hefði ráðið 3-4 fyrsta árs nema í endurskoðun, til að koma við í bönkunum 1. hvers mánaðar fyrir hrun,til að líta í lánabækurnar og skoða veðin sem lögð voru fram hefði verið hægt að koma í veg fyrir stóran hluta þess skaða sem þjóðin varð fyrir.

En stærstu efnahagsmistökin voru gerð af Norrænu velferðarstjórninni að taka ekki víxitöluna úr sambandi strax eftir Hrun, eða setja þak á hana, þennan Forsendubrest á stökkbreytum verðtryggðum lánum verður að leiðrétta, hvernig svo sem það verður gert,og gaman væri að vita hvaða jólasveinar innan Norrænu velferðarstjórnarinnar komu í veg fyrir að það væri gert.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.7.2013 kl. 13:15

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Halldór,  sá sem kom í veg fyrir að vísitalan væri tekin úr sambandi veturinn 2009 heitir Gylfi Arnbjörnsson og var þar að fylgja fyrirmælum úr innsta hring lífeyrissjóðamafíunnar.  En eins og kunnugt er er þessi sami Gylfi líka áhrifamaður innan Samfylkingarinnar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.7.2013 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818217

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband