Ritskoðunardeild Framsóknarflokksins.

Ég fjallaði aðeins um hugmyndir Frosta Sigurjónssonar hins nýja þingmanns í framhaldi af útvarpsþætti þar sem hann viðraði pólitískt eftirlit í fjölmiðlum.

Ég hélt satt að segja að þingmaðurinn væri meira að grínast eða í það minnsta að viðra þessar skoðanir sínar í framhaldi af pistli Hallgríms Helgasonar á Rúv. Hallgrímur var með honum í þættinum þannig að það var í sjálfu sér trúleg skýring.

En síðan hefur komið í ljós að þingmanninum var fúlasta alvara.

Á dv.is stendur skrifað.

Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, kallaði eftir því á dögunum að sett yrði á fót sérstök nefnd til að hafa eftirlit með hlutleysi Ríkisútvarpsins.

Athygli vekur að Frosti er upphafsmaður hóps á Facebook sem heitir Eftirlit með hlutleysi RÚV og var stofnaður árið 2009. „Þessi hópur er opinn öllum sem vilja hafa eftirlit með því að RÚV fari að lögum hvað hlutleysi varðar,“ segir í lýsingu á honum. Fjölmargir valdamiklir einstaklingar tilheyra hópnum og taka virkan þátt í þeirri gagnrýni á Ríkisútvarpið sem þar fer fram. Á meðal þeirra eru ýmsir þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.

http://www.dv.is/frettir/2013/7/24/stjornarlidar-veita-ruv-adhald-facebook-6C4QFY/

 

Frosta og Framsóknarflokknum var sem sagt fúlasta alvara, þeir vilja pólitískt eftirlit með skrifum fjölmiðla.

Framsóknarmenn njóta vafalaust stuðings samstarfsmanna sinna í ríkisstjórn við útfærslu þessar hugmyndafræði.

Frosti virðist ekki gera sér neina grein fyrir hvað hann er að bera á borð, pólitískt eftirlit með fjölmiðlum virðist honum fullkomlega eðlilegur gjörningur.

Væntalega er Frosti yfirmaður og leiðtogi ritskoðunardeildar Framsóknarflokksins og þá ríkisstjórnarinnar núna ?

Hvað gerist svo í framhaldinu er umhugsunarefni.

Er næsta skrefið pólitískar hreinsanir á fjölmiðlum sem þeir ráða yfir ?

Skelfileg hugsun en ekki óraunhæf, til einhvers er þetta eftirlit hugsað.

Þetta er eins og með lög, þau virka ekki nema þau hafi áhrif í framhaldinu, hafi einhverskonar viðurlög ef þau eru brotin.

Satt að segja bjóst ég ekki við að sjá einhverskonar anga af McCarty-isma á Íslandi.

http://en.wikipedia.org/wiki/Joseph_McCarthy

Vona sannarlega að verkefni Frosta Sigurjónssonar á þingi sé ekki að koma á pólitískum rétttrúnaði á Íslandi.

Kannski er hann bara ekki alveg að átta sig á hvað hann er að segja, vonum það.

Kannski er næsta skerfið að setja eftirlit á bloggsíður landins og draga úr biti þeirra ef þær eru ekki þóknanlegar, hver veit.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þó ég sé ekki sammála Frosta varðandi það að hafa eftirlit með RUV eru ansi margir orðnir þreyttir á því að RUV skuli ekki geta farið eftir þeim lögum sem um fyrirbærið gilda. Einhver gerði úttekt á því fyrir rúmi ári síðan eða svo.

Þú skildir auðvitað hvorki haus né sporð í Icesave deilunni og sást því auðvitað ekki hversu illa RUV stóð sig þar. Hafa einhverjar af þeim heimsendaspám sem á okkur dundu frá sérfræðingum RUV ræst? Er landið núna Kúba norðursins?

Best væri auðvitað að leggja þessa áróðursmakínu niður með öllu og spara okkur marga milljarða, skattgreiðendur eiga ekki að borga fyrir málpípu vinstri manna, þeir geta sjálfir fjármagnað sínar málpípur. Leið Frosta felur í sér aukinn kostnað sem best væri að komast alfarið hjá með því að leggja niður þetta útibú vinstri manna.

Helgi (IP-tala skráð) 25.7.2013 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818211

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband