400 milljarða-mennirnir skera niður.

Stjórnvöld eru að endurskoða svokallaða fjárfestingaáætlun sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir kynnti í maí á síðasta ári. Flest bendir til að stórum hluti af þeim útgjöldum sem þar átti að stofna til verði ekki hrundið í framkvæmd.
__________________

Fráfarandi ríkisstjórn ákvað að setja nokkra tugi milljarða í framkvæmdir og uppbyggingu innviða samfélagsins t.d. til samgöngumála og ýmiskonar uppbyggingar t.d. í ferðaþjónustu.

http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/7175

Tekjur áttu m.a. að koma frá sérstöku veiðigjald sem átti að nema 10 milljörðum á þessu ári og hinu næsta, sanngjörn leiga fyrir auðlind í eigu þjóðarinnar og ýmsu fleiru.

Nú virðist sem núverandi ríkisstjórn ætli að hætta við þetta að stærstum hluta og það er auðvitað skiljanlegt. Þeir eiga ekki fyrir þessu af því þeir hafa rýrt tekjur ríkissjóð í þágu vina sinna.

Þeir hafa þegar afhent góðvinunum sínum í L.Í.Ú. fjórðung af þeim tekjum sem áttu að fjármagna þetta auk þess sem framundan eru skattalækkanir á auðmenn og fyrirtæki.

Þeir eiga einfaldlega ekki fyrir framkvæmdum í þágu þjóðarinnar vegna gjafmildi sinnar við forréttindahópana.

En ef ríkissjóður hefur þegar verið svikinn um tekjur til þessara framkvæmda og þær skornar niður er freistandi að spyrja Framsóknar og Sjálfstæðisflokkinn.

Ef þið hafði þegar klúðrað fjáröflun ríkissjóðs upp á 30- 40 milljarða, hvernig ætlið þið þá að eiga fyrir þessum 300 - 400 milljörðum sem þið lofuðuð í kosningabaráttunni ?

Svarið mun væntalega berast kjósendum í formi svikinna kosningaloforða.


mbl.is Fjárfestingaáætlun skorin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 818086

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband