Framsóknarþingmaður og ritskoðun.

Ég hlustaði fullur undrunar á nýja þingmann Framsóknarflokksins, Frosta Sigurjónsson,  http://www.althingi.is/altext/cv/?nfaerslunr=1162 viðra hugmyndir um ritskoðun á RÚV.

Tilefnið voru skrif pistlahöfundar um Framsóknarflokkinn og verk hans í fortíð og framtíð. Hallgrímur Helgason var með þingmanninum í þætti á Rás 1 í morgun.

Greinilegt var að þingmaðurinn var ofurviðkæmur fyrir gagnrýni Hallgríms og hafði greinilega látið hana fara í taugarnar á sér.

Þrátt fyrir að reynt væri að gera honum grein fyrir að þessi pistill væri innsendur pistill rithöfundar þar sem þeir hafa frjálsar hendur með um hvað þeir skrifa og hvernig þá reyndi þingmaðurinn að blanda þessu saman við almenna fréttaumfjöllun RÚV.

Þekkt er að utanríkisráðherra flokksins hafði stunið undan sama pistli sem reyndar var frábærlega skrifaður og skemmtilegur, svo framarlega að maður er ekki ofurviðkæmur Framsóknarmaður.

http://test.ruv.is/gestapistlar/nyr-framsoknararatugur

_________________

Tvennt þarf að hugleiða við þessi viðbrögð þingmanna Framsóknarflokksins.

Af hverju eru þeir að leggja það á sig að vera í meirihluta á þingi og í ríkisstjórn ef þeir þola ekki gagnrýni ? Síðasta ríkisstjórn fékk yfir sig látlausar gusur úr mykjudreifurum stjórnarandstöðunnar og kipptu sér lítið upp við slíkt, enda alvöru stjórnmálamenn.

Nýliðar á þingi eru sannarlega viðkvæmari fyrir gagnrýni og þola hana verr, sérstaklega þegar hún á fullan rétt á sér og er sannarlega rétt og sannleikanum samkvæm.

En það sem veldur manni mestum áhyggjum er að umræddur þingmaður Framsóknarflokksins viðraði þær hugmyndir að það ætti að koma á fót eftirlitsnefnd við RÚV sem hefði það hlutverk að ritskoða það sem fram væri boðið.

Þar gerði hann engan greinarmun á innsendum greinum og pislum eða fréttaflutningi heyrðist mér.

Hvað ætti að gera með þá ritskoðun kom ekki fram með beinum hætti en ekki fór á milli mála að hlutverk hennar væri að koma í veg fyrir eitthvað óskilgreint ( t.d. óþægilega umfjöllun um Framsóknarflokkinn og þingmenn hans ? ).

Að þetta hugarfar skuli vera til staðar hjá þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna boðar ekkert gott, það er sem þeir hafi til þess óviðráðanlega löngun að stjórna því sem sagt er í fjölmiðlum, sérstaklega RÚV.

Erum við á leið inn í tímabil ritskoðunar og skoðanastjórnunar á Íslandi, vonandi ekki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

er að hlusta á þetta núna og er sammála með Frosta - núna tökum við ruv og næst kannski netið.

Rafn Guðmundsson, 20.7.2013 kl. 23:10

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

smá viðbót - ruv ætti kannski að hafa 30-40 mín framsóknarþátt.

Rafn Guðmundsson, 20.7.2013 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 818237

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband