Er Sjálfstæðisflokkurinn öfgaflokkur ?

„Þessa umræðu verður að taka þegar ríkisjóður er rekinn með tugmilljarða halla. Og ekki bara um RÚV heldur margar aðrar stofnanir ríkisins,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag. 
________________

Ríkisúvarp er nauðsyn til að tryggja óhlutdrægan fjölmiðil, lausan við fjármagnseigendur og aðra slíka sem reka slíkt á öðrum forsendum en með almannahagsmuni að leiðarljósi.

Við þekkjum dæmi þess að á Íslandi hefa eigendur svokallaðra einkarekinna fjölmiðla skipt sér að fréttaflutningi og hafa leitast við að stjórna því hvað og hvernig fjölmiðillinn matreiðir fréttir sem snerta hagsmuni þeirra.

Við höfum fréttamiðla eins og Sögu og Inn sem allir vita hvernig eru reknir og á hvaða forsendum.

Í flest siðmenntuð lönd viðurkenna þörfina á fjölmiðli sem rekinn er á forsendum almannahagsmuna.

En það vill Sjálfstæðisflokkurinn ekki, þeirra blautlegstu draumar eru að drepa ríkisfjölmiðilinn og fylla það tómarúm með einkareknum miðlum, væntalega svo hægt sé að reka þá á fjárhagslegum nótum með fjárhagslega hagsmuni að leiðarljósi svo ekki sé tala um efnistök.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að færast til aukinna öfga á þessum vettvangi og af einhverjum ástæðum eru þeir endalaust að fjalla um RÚV og meinta hlutdrægni á þeim bænum.

Líklega líkar illa að til sé fjölmiðill sem segir fréttir, burtséð frá hvort þær eru óþægilegar fyrir ríkjandi stjórnvöld.

Líklega er Sjálfstæðisflokkurinn að færast til hægri, ef til vill alla leið að þeim punkti að málflutningur þar á bænum verði á svipuðum nótum og hjá hægri teboðshreyfingu Republikanaflokksins í Bandaríkjunum.

Enda fréttist helstu sprautum flokksins á landsfundi þeirra síðast. Sennilega mættir í smiðju þeirra til að læra og nema.

Málflutningur Brynjars Nielssonar þingmanns flokksins er oft á tíðum með þeim hætti að maður veltir því fyrir sér hvort Sjálfstæðisflokkurinn stefni að því með ákveðnum hætti að verða hægri öfgaflokkur.

Sennilega bara.


mbl.is Vill umræðu um rekstur RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Skrítið að þú nefnir ekki stóra bróðir í einkarekina fjölmiðla, "365" sem rekur dagblöð, útvarpsstöðvar og sjónvarpsstöðvar, er það af því að 365 er með Samfylkinguna í vasanum?

Að segja það að hafa RÚV tryggi islendingum að hafa óhlutdrægan fjölmiðil sem hefur almennigshagsmuni að leiðarljósi er alveg út í hött, það vita allir sem hlusta og horfa eitthvað á stövar RÚV.

Kveðja frá Dubai

Jóhann Kristinsson, 19.7.2013 kl. 13:00

2 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Það eitt að þú sért svona hrifin af RUV Jón Ingi bendir sterklega til þess að RUV sé ekki "óhlutdrægur fjölmiðill"

Hreinn Sigurðsson, 19.7.2013 kl. 17:13

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hættið nú þessu andskotans væli vinstri menn Jón Ingi...

Vilhjálmur Stefánsson, 19.7.2013 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband