Reynt að svindla í útflutningsmálum ?

Jæja...svona fór um sjóferð þá, útflutningi á hvalaafurðum er sennilega sjálfhætt.

Ruv.is segir.

"Evergreen Line skipafélagið ákvað hins vegar að hætta við flutning hvalkjötsins til Asíu. Þess í stað verða gámarnir fluttir aftur til Rotterdam í vörslu Samskipa sem mun þá flytja gámana aftur til Íslands.

Í yfirlýsingu frá Evergreen Line segir að upphaflegu bókunarupplýsingarnar sem fyrirtækið fékk hafi verið þess efnis að um frosinn fisk væri að ræða. Það hefði ekki verið fyrr en eftir brottför frá Rotterdam sem upplýst hefði verið að um hvalaafurðir væri að ræða, það hefði verið með skráningunni „Frozen Edible Produce (Balaenoptera Physalus), hið síðara er latneska heitið á langreyðum. Þessu hafna forsvarsmenn Samskipa og segja alltaf hafa legið fyrir að um hvalkjöt væri að ræða. Tollurinn í Hamborg staðfestir einungis að misræmi hafi verið í fylgiskjölum, í sumum hafi verið talað um frosinn fisk og í öðrum um hvalaafurðir."

Samkvæmt þessu hefur sá sem fyllti út útflutningspappíra ekki vitað betur eða þetta hefur verið vísvitandi rangfærsla ( tilraun til svindls ? )

Ljós má vera að Hvalur hf er nú kominn í gjörgæslu hafnaryfirvalda og skipafélaga í Evrópu og þegar svo er komið má segja að útflutningi á langreyði til Japans sé lokið.

Einnig hefur Greenpeace einbeitt sér að því að upplýsa þessi mál fyrir almenningi í þessum löndum.

Tilgangur veiða við Ísland  er þar með úr sögunni og heilbrigð skynsemi að hætta þeim strax.

Merkilegt við þessa frétt Rúv.

Mogginn.is sem alltaf hefur haft mikinn áhuga á Hval hf og Kristjáni Loftssyni hefur ekki nefnt þetta einu orði enn sem komið er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kristján Loftsson er frekjuhundur sem á helling af seðlum og heldur því að hann geti gert það sem honum sýnist.

Sama viðhorfið og hjá allt of mörgum Framsjöllum, sauðum, sem hafa orðið efnaðir í innherjaviðskiptum og vegna klíkubanda.

 

Sorglegt en satt. Hér á klakanum er skelfilega margt á lágu plani.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.7.2013 kl. 18:38

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Reynist rétt vera að lýsing á vöru í farmskrám sé ekki í samræmi við vöruna, er augljóst um blekkingar að ræða.

Tollayfirvöld hvarvetna í heiminum eru mjög á verði gagnvart slíkum verknaði og heppinn er Kristján að varan sé ekki gerð upptæk.

Spurning hvort hann verði ekki að fá leiguskip til að flytja farminn til Japans til að komast fram hjá fránum augum þýskra og hellenskra tollþjóna?

Um aldamótin síðustu komst upp um misferli með útflutning á hrossum frá Íslandi. Þýskum tollverði þótti athugunarvert að verið væri að flytja sláturhross með flugvélum milli landa! Með blekkingum átti að sniðganga reglur um aðflutningsgjöld.

Hugmyndaflugið kann að leiða menn út á hálar brautir, rétt eins og umdeildar hvalveiðar.

Guðjón Sigþór Jensson, 11.7.2013 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband