Framsókn að hrynja. Kosningar næsta vor ?

Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst nokkuð og mældist nú 29,7%, borið saman við 26,5% í síðustu mælingu samkvæmt fylgiskönnun MMR. Fylgi Framsóknarflokksins dalar og mældist nú 16,7%, borið saman við 19,3% í síðustu mælingu. 

______________

Framsóknarflokkurinn að hrynja, enda ekki við öðru að búast, loforðin brugðust strax.

Annars er ekki mikil breyting sjáanleg, líklega Sjálfstæðisfylgið sem fór á Framsókn að skila sér heim.

Ríkisstjórnarflokkarnir með rúmlega 46%.

Félagshyggjuflokkarnir þrír með 40%.

Að vísu er þetta MMR könnun sem framkvæmd er örðu vísi en Capacent en samt er fylgishrun Framsóknar það mikið að það er marktækt.

Stóra spurningin er.... hvað gerist þegar Framsókn verður komin niður undir 10% í könnunum næstu mánuði ?

Mun Sjálfstæðisflokkurinn sætta sig við að gegna stýrimannsstöðu í slíku samhengi.

Varla munu þeir sætta sig við slíkt hlutskipti með flokki sem mun mælast um eða innan við 10%.

Framundan er erfið fjárlagagerð, kjarasamningar og samstarf við mistæka þingmenn og ráðherra Framsóknar.

 Það verður snúið fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Það þarf ekki að hafa neitt sérstaklega auðugt ímyndunarafl að sjá fyrir sér stjórnarslit á vormánuðum eða fyrr.

Sjálfstæðisflokkurinn vill kosningar þegar þeir fara að mælast vel yfir 30% og samstarfsflokkurinn langleiðina í pilsnerfylgi.

Skemmtilegir tímar í pólitíkinni.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með 29,7% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er eiginlega algerlega sammála ofanrituðu. Hef reyndar aldrei skilið hvað það fólk var að hugsa (nema það hafi ekkert hugsað) sem var nógu skammsýnt til að kjósa þá leiðu klíku í vor til þessara áhrifa á landsmálin. Ætla rétt að vona að það mikil döngun sé eftir í sjálfstæðisflokksræflinum að þeir hafi ekki geð í sér til að kyngja allri dellunni og vitleysunni í framsóknarforarvilpunni. Ég spái því að þjóðin mæti enn og aftur með búsáhöldin á Austurvöll í skammdeginu og heimti að framsókn drulli sér þangað sem hún á heima .

E (IP-tala skráð) 12.7.2013 kl. 20:23

2 identicon

Það vellur alltaf út úr þér helvítis þvæla! Skoðaðu neðra línuritið á þessari síðu: http://mmr.is/fylgi-flokka-og-rikisstjornar

VG+Samfylkingin með jafn lélegt fylgi 2/3 af síðasta kjörtímabili og þegar fyrri ríkisstjórnin fór frá! Svo ef farið er inná línuritið hjá capacent er þetta enþá verra fyrir ykkur.

Það er langt þangað til að þið ræflarnir í Samfylkingunni getið tjáð ykkur um svona mál.

Andri (IP-tala skráð) 12.7.2013 kl. 22:05

3 identicon

Hefur það einhverntíman gerst að helmingaskiftastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi ekki setið út kjörtímabilið?

Júlíus Guðni Antonsson (IP-tala skráð) 12.7.2013 kl. 22:35

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ja - ég vona að framsókn verði 'hent út'.

Rafn Guðmundsson, 12.7.2013 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband