Ríkisstjórn á villigötum hvert sem litið er og forsætisráðherra grætur.

Ljóst er að þetta kemur afar seint fram sem mun koma illa fyrir marga sem þegar hafa skráð sig í nám og gert ráðstafanir vegna komandi námsárs. Það liggur því  í augum uppi að þessar breytingar gætu kollvarpað áætlunum yfir 1.200 stúdenta.“ segir María Rut, en samkvæmt gögnum frá henni eru um 10% þeirra sem taka námslán nemendur sem ljúka 18-22 einingum á önn, sem að óbreyttu gætu misst allan rétt til námslána.

„Við fyrstu sýn vekja þessi áform ugg hjá mér. Við í Stúdentaráði Háskóla Íslands erum að skoða málið gaumgæfilega og munum beita okkur af fullum krafti gegn því að þessi ákvörðun stjórnar verði staðfest,“ segir María Rut. 

__________________

Ný ríkisstjórn virðist vera að gera allt rangt. Nú haf þeir stigið óþyrmilega á tær námsmanna og tillögur þeirra munu að óbreyttu hrekja fjölda fólks úr námi.

Námsmenn eru brjálaðir, ekki undarlegt það.

Það er sama hvar borið er niður, þjóðfélagið er á leið í mikið bál.

Búið er að styggja umhverfissinna, námsmenn, Evrópusinna, öryrkja og aldraða, skuldara og fleiri.

Á hvaða leið er ný ríkisstjórn ?

Það er spurning sem margir spyrja sig þessa dagana.


mbl.is Breytingar LÍN merki um skammsýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Illugi ver aðgerðir sjóðsins og vísar til bágarar stöðu ríkissjóðs. 

Hér á að spara milljarð upp í þá þrjá sem þeir ætla að færa útgerðinni að gjöf með lækkun veiðigjalda. Hinir tveir eiga væntalega að koma frá öðrum sambærilegum hópum.

Það er hreinlega ekkert samhengi í því sem verið er að gera þessa dagana. Illugi kvartar um bága stöðu ríkissjóðs en ætlar jafnframt að styðja skattalækkanir á þá sem betur eru stæðir og LÍÚ elíituna. 

Jón Ingi Cæsarsson, 25.6.2013 kl. 21:08

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki grenjaði Sigmundur Davíð þegar hann var að æsa upp þjóðina gegn Icesave samningunum sem hefðu leitt af sér mun hagstæðari niðurstöðu.

En þjóðrembustefnan var grenjuð í gegn, þetta mál var dregið niður í táradal núverandi forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs ODDSSONAR eins og Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson nefnir fyrirbærið.

Guðjón Sigþór Jensson, 28.6.2013 kl. 12:27

3 identicon

@1 og 2:

Hvernig í ósköpunum eigum við að borga allar þessar himinháu skuldir okkar? Kannist þið kannski ekki við skuldasúpuna sem fráfarandi stjórn skildi eftir sig? Eftir því sem ég kemst næst skuldar ríkissjóður um 710 milljarða í dag og þá eru sennilega ótaldar skuldir Seðlabankans vegna gjaldeyrislána okkar sem og þær skuldir sem síðasta ríkistjórn mynaði á síðustu metrunum - raunhæfari tala er sennilega í kringum 750 milljarðar undir lok þessa árs - það eru yfir 2 milljónir á hvert einasta mannsbarn á okkar landi. Þá eru auðvitað ekki taldir með um 400 milljarðar sem ríkið þarf að reiða fram í lífeyrissjóð opinberra starfsmanna næstu 20 árin eða svo. Hvernig á að borga þetta? Eiga allir að guida, yrkja ljóð og tína hundasúrur?

Hvernig eigum við að borga þessa skuldasúpu ef ekki má skera niður í opinbera geiranum? Hvernig eigum við að borga þessa skuldasúpu ef ekki má virkja og selja græna orku? Hvernig eigum við að borga þessa skuldasúpu ef skattar á fyrirtæki og einstaklinga eru uppi í rjáfri og tálma þar með verðmætasköpun? JIC veistu ekki eða er þér sama um að þessi veiðigjöld setja fjölmörg fyrirtæki í sjávarútveginum á hausinn? Hvað með þá einstaklinga sem missa vinnuna út af þessum veiðigjöldum? Mega þeir bara éta það sem úti frýs vegna þess að þér er illa við LÍÚ?

GSJ: Borgaðu bara Icesave fyrir okkur. Hvað þarf eiginlega til að þú hættir þessu Icesave sífri. Dómstólar sáu sem betur fer að þessi krafa var algerlega innistæðulaus en samt ert þú enn að sífra um þetta? Hvers vegna? Ég er viss um að margir myndu klappa fyrir þér of fleirum einlægum aðdáendum Icesave ef þið tækjuð að ykkur að borga þessar ólögvörður kröfur fyrir okkur hin sem virðumst greinilega skilja hvorki haus né sporð í kostum þess að greiða það sem við ekki þurfum að greiða. Kannski fengir þú orðu hjá átrúnaðargoði þínu, Ólafi Ragnari?

Hvernig viljið þið að við borgum allar okkar skuldir ef ekki má framleiða nein verðmæti og sífellt er verið að setja stein í götu þeirra sem framleiða verðmæti? Hvað á að þenja opinbera báknið mikið út? Hver verður ykkar ábyrgð þegar hið opinbera verður gjaldþrota? Ætlið þið þá að viðurkenna að þið höfðuð rangt fyrir ykkur og skipta um skoðun?

Svo ættuð þið tveir að kynna ykkur Laffer bogann, með því að lækka skattprósentuna aukast tekjur af viðkomandi tekjustofni, að öðru jöfnu. Sem dæmi má nefna að á árunum 1991-2001 voru skattar á fyrirtæki hérlendis lækkaðir í skrefum úr 45% í 18%. Hvað gerðist? Drógust tekjur hins opinbera saman af þessum skattstofni? Nei, þær þrefölduðust!! 

Hvernig eigum við að borga allar okkar skuldir?

Helgi (IP-tala skráð) 29.6.2013 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 818210

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband