Hvað stendur í Sjálfstæðismönnum ?

Greiðslur um 7.000 lífeyrisþega munu hækka, frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega hækkar verulega og lífeyristekjur munu ekki lengur skerða grunnlífeyri, verði frumvarp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um afnám ýmissa skerðinga samþykkt.

_____________________

Virðist vera sanngjarnt og réttlátt þegar hagur ríkissjóðs er að vænkast. ( Vonandi )

En eitthvað stendur í Sjálfstæðismönnum og enn hefur frumvarpið ekki verið afgreitt úr þingflokki þeirra.

Það væri gaman að fá upplýst hvað það er sem Sjálfstæðismönnum líkar svona illa ?


mbl.is Frítekjumark aldraðra hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ert þú í einhverri "mission" gegn ríkisstjórninni??????  Ég veit að það er erfitt fyrir þig að kyngja því að LANDRÁÐAFYLKINGUNNI var hafnað í síðustu kosningum, en fyrr má nú rota en dauðrota..  

Jóhann Elíasson, 25.6.2013 kl. 16:49

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég held að þetta þjóðþrifamál verði afgreitt sem lög. Engar áhyggjur Jón Ingi :) Ekki dæma fyrirfram.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 25.6.2013 kl. 17:11

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jóhann málefnalegur að vanda.

Jón Ingi Cæsarsson, 25.6.2013 kl. 18:48

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurbjörg, engar áhyggjur en mig undrar að þetta komi ekki úr þingflokki Sjálfstæðismanna, ég held að það sé ágætis samstaða um þetta mál að öðru leiti.

Jón Ingi Cæsarsson, 25.6.2013 kl. 18:49

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég var sannarlega að vona að þetta væru fyrstu góðu fréttirnar frá þessari ríkisstjórn en því miður virðist svo að þeir er málið varða telji þetta svik við sig.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/06/25/thetta_eru_mikil_vonbrigdi/

Jón Ingi Cæsarsson, 25.6.2013 kl. 18:58

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Guðmundur segist harma að ekki hafi verið staðið við kosningaloforð og segir bæði Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn hafa lofað að leiðrétta skerðingar aldraðra og öryrkja strax. „Þetta eru ekki útgerðarmenn og stóreignarfólk og því var kannski við því að búast að við fáum svona fljótt lagfæringar og aðrir,“ segir hann. „Ég hefði viljað sjá að þeir ætluðu sér að hækka bæturnar þannig að fólk gæti mögulega lifað af.“

Jón Ingi Cæsarsson, 25.6.2013 kl. 18:59

7 Smámynd: Halli Krist.

Ertu að meina Guðmund Magnússon fyrrv. varaþingmann Vg og formann Öryrkjabandalags Íslands ??

Halli Krist., 25.6.2013 kl. 21:47

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Er að tala um formann Öryrkjabandalags Íslands og marga fleiri ef þú nennir að lesa á netinu frá því þetta varð lýðnum ljóst.

Jón Ingi Cæsarsson, 26.6.2013 kl. 00:30

9 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það er ekki verið að hækka bætur til eins eða neins, það er verið að skila hluta af því sem var stolið af LÞ. Ég hefði gjarnan viljað sjá hækkanir eins og aðrir þjóðfélagsþegnar hafa fengið, en því var víst ekki lofað, því miður eru LÞ bara litnir hornauga þegar hækkanir eru hjá öðrum, enda varnarlausir með öllu!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 26.6.2013 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 818147

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband