Hægri skal það vera segja Framsóknarmenn.

Að mati Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, má vart má á milli sjá hvor er meira áberandi, vinstristjórnaráróður sjálfstæðismanna eða hægristjórnaráróður samfylkingarfólks.

_______________________

Um þetta þarf ekki að deila. Varaformaður Framsóknarflokksins hefur kveðið upp úr með það hvert hugur Framsóknarmanna stendur.

Maður skyldi ætla að varaformaðurinn sé ekki marklaus og enginn sem les og hlustar á þann mann fer í neinar grafgötur með það sem Framsóknarflokkurinn ætlar að gera.

Formaður reynir af veikum mætti að gera varaformann sinn að ómerkingi orða sinna en það er þá væntalega innanhússmál í Framsókn að hann skuli hafa talað af sér.

Boðskapurinn er á hreinu, þeir sem kjósa Framsókn eru að kjósa Sjálfstæðisflokkinn til valda á ný.

http://www.visir.is/varaformadurinn-segir-ekki-miklar-likur-a-ad-framsokn-myndi-rikisstjorn-til-vinstri/article/2013130418908

Allt bendir því til að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi handsalað stjórnarsamstarfi eftir kosningar og þar með hefur Framsóknarflokkurinn ákveðið að leiða hér til valda gömlu hagsmunagæsluklíku LÍÚ og teboðshreyfinguna sem flestu ræður í Sjálfstæðisflokknum í dag.

Við getum því tryggt ýmislegt með að kjósa svokallaðan miðjuflokk, Framsóknarflokkinn til valda með teboðshreyfingunni.

  • Engin ný stjórnarskrá.
  • Ekkert auðlindaákvæði.
  • Engin þróun gjaldmiðilsmála.
  • Viðræðum við ESB slitið.
  • Réttur neytenda settur úr augsýn.
  • Áframhaldandi innflutningshöft og tollavernd á matvælum.
  • Völdin færð til sérhagsmunahópa á kostnað almennings.
  • Einkavinavæðing bankanna á dagskrá á ný.
  • Óbreytt vandamál í húsnæðismálum.

Svona mætti lengi telja því allir sem fylgjast með málflutningi þessar flokka sjá að ekkert annað er í spilunum en endurreisa það Ísland sem þessir flokkar bjuggu til á árunum 1995 - 2007.

Í Sprengisandi, á Bylgjunni í gærmorgun kom skýrt fram hver vilji formanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er. Þeir ætla að mynda nýja ríkisstjórn eftir kosningar og þeir ætla að slíta viðræðum við Evrópusambandið. Sú aðgerð þýðir í raun að ekkert muni breytast. Ekki verður stefnt að stöðugleika í efnahagsmálum til langframa heldur munu þeir flokkar blása upp blöðru þar til hún springur eins og þeir hafa alltaf gert.

Klíka síðustu aldar lengi lifi er móttó þessara tveggja flokka og stefnir í að nútímavæðing Íslands frestist um ókomin ár.


mbl.is Sigmundur: Vinstristjórnaráróður sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég lýsi mig fylgjandi eftirfarandi:"Engin ný stjórnarskrá.Ekkert auðlindaákvæði.Viðræðum við ESB slitið.Áframhaldandi innflutningshöft og tollavernd á matvælum".Og hvar viltu svo setja mig í flokk?

Jósef Smári Ásmundsson, 22.4.2013 kl. 11:43

2 identicon

Framsókn

Páll (IP-tala skráð) 22.4.2013 kl. 12:17

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Rangt svar Páll.Reyna aftur?

Jósef Smári Ásmundsson, 22.4.2013 kl. 17:22

4 identicon

Jósef, ég ætla að giska á .. Samfylkinguna

Viktor Alex Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.4.2013 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 818124

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband