Innanlandsflugið áfram í Vatnsmýrinni.

Í samkomulaginu felst meðal annars að Isavia taki yfir rekstur og eignarhald á núverandi flugstöð Flugfélags Íslands, að gerð verði viðskiptaáætlun fyrir nýja flugstöð og að fallið verði frá fyrri áformum um byggingu samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri.

_____________________________

Ný flugstöð þýðir að innanlandsflug verður áfram í Vatnsmýrinni um ókomin ár eða áratugi.

Gott að menn hafa ákveðið að drífa þetta upp og ekkert að því að menn verði áfram ósammála um tímasetningar til langrar framtíðar.

Þessi undirskrift þýðir einfaldlega að hagsmunaaðilar hafa orðið sammála um að fara leið skynseminnar.

Flugið áfram í Vatnsmýrinni til langrar framtíðar

.... því ber að fagna.


mbl.is Engin samgöngumiðstöð í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Elfar Gylfason

Jæja góði.

Það er nú aldeilis flott hjá þér að fagna þeim áfanga sem flokksmenn þínir í ríkisstjórn og borgarstjórn settu af stað nú fyrir skömmu, þ.e. að gangsetja upphafið að endalokunum á flugi til og frá Vatnsmýrinni. Það er ekkert annað bitastætt í þessari frétt en að það á að loka einni af flugbrautunum, sem allir vita að veldur því að áreiðanleiki vallarins er fyrir bí. Það eru ekki góðar fréttir fyrir landsbyggðarfólk og síst af öllu fárveikt og/eða stórslasað fólk sem þarf að komast með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Ég held þú ættir ekki að auglýsa að þú sért Akureyringur og hvað þá Oddeyringur, því þú átt þá nafnbót alls ekki skilið og gerir að auki orðið að skammaryrði... líkt og þú og þínir eruð löngu búnir að gera við orðið jafnaðarmaður...

Högni Elfar Gylfason, 19.4.2013 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband