Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur - beintenging.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins er áfram á uppleið ef marka má nýja könnun MMR, það mælist nú 27,5% samanborið við 22,9% í síðustu mælingu. Þar með er Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi allra flokka en næstur á eftir fylgir Framsóknarflokkur með 25,6% fylgi sem er umtalsvert minna en í síðustu mælingu MMR þegar það var 32,7%.

_____________

Enn bítast Framsókn og Sjálfstæðisflokkur um þessi rúmlega 50% kjósenda eins og undanfarna mánuði.

Kjósendur virðast nú vera farnir að sjá í gegnum sýndarveruleikatrix Framsóknar og fylgið að skila sér til baka á Sjálfstæðisflokkinn.

Kæmi ekkert sérlega á óvart að Sjálfstæðisflokkur yrði kringum 30% sem þeim þætti sannarlega óásættanlegt og Framsókn færi niður í tæp 20%.

Ég ætla ekki að spá þeim neðar en ljóst er að eitthvað er að bila í einsmáls-stragedíunni.

Trúverðugleikinn er líka frekar aumlegur þegar nánar er skoðað.

Litlu framboðin eru ekki að ná neinu og hafa verið að dala síðustu tvær vikur. Gæti svo farið að ekkert þeirra næði manni á þing.

Það er merkilegt hvað mörg framboð eru að mælast með nánast nákvæmlega ekki neitt.

Fólk vill styrka flokka með reynslu og öruggan bakgrunn þegar upp er staðið en ekki tilfinningaþrungin einnota framboð sem eiga sér takmarkaða sýn og stefnu nema í fáeinum málum hvert.

Spennandi vika framundan.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband