Pólitísk aftaka yfirvofandi ?

„Mín skoðun er sú að það eigi að gera út um svona mál á landsfundi en ekki á þessum tíma,“ segir Benjamín Jósefsson, formaður Sjálfstæðisfélagsins á Akranesi, í samtali við mbl.is spurður út í vangaveltur um það hvort Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, muni segja af sér sem formaður.

____________________

Það var undarlegt að heyra Davíð Oddsson lýsa stuðningi við BB fyrir nokkrum dögum. Það sló mig eins og hann væri að kokka eitthvað bakvið tjöldin.

Sumir muna pólitíska aftöku Þorsteins Pálssonar um árið.

Munurinn er að ef Bjarni víkur fær hann væntalega að gera það á eigin forsendum, út á við.

En allir sem fylgjast með stjórnmálum vita að þrýstingurinn á Bjarna er mikill og í reynd er Sjálfstæðisflokkurinn að fara á taugum.

Það er alltaf slæmt að fara á taugum í kosningabaráttu, ákvarðanir við þær aðstæður eru ekki teknar af skynsemi og yfirvegun.

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru að bítast um sömu sálirnar. Heildarfylgi þessara flokka hefur ekkert breyst í marga mánuði.

Hanna Birna sendi frá sér yfirlýsingu sem sýnir það svart á hvítu að hún ætlar sér ekki að fara í samstarf við Framsóknarflokkinn á þeirra forsendum, þ.e. taka undir tryllingsleg og óframkvæmaleg loforð um hundruðir milljarða útgjöld með fjármagni sem ekki er í hendi.

Kosningaloforð um jarðgöng upp á fáeina milljarða hafa oft verið kölluð galin en þegar það er sett í samhengi við loforð Framsóknar sér maður stærðina.

Héðinsfjarðargöng kostuðu 7 milljarða og þótti mikið.

Loforð Framsóknar eru 300-400 milljarðar og kjósendur kaupa þau í stórum stíl samt sem áður.

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að gera það, þannig að Hanna Birna er með þessu að gera kjósendum þessara flokka ljóst að ekki verði um neinn sambræðing milli þessara flokka á forsendum Framsóknar.

Þetta er pólitískt útspil verðandi formanns, og með því er hún að benda fyrrverandi kjósendum Sjálfstæðisflokksins og nú eru hlaupnir til Framsóknar að þarna verði ekki stjórnarsamstarf.

Ég held að þetta sé útspil verðandi formanns, held varla að hún hefði látið þetta frá sér fara að öðrum kosti í þeirri stöðu sem nú er uppi.

Og svo er bara að sjá til næstu 48 klukkustundir.


mbl.is Tilgangurinn að grafa undan Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 818222

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband