Framsókn keyrði þetta mál í gegn af fullkomnu siðleysi.

Hefði Siv Friðleifsdóttir túlkað 37. grein náttúruverndarlaga með sama hætti og Náttúruvernd ríkisins, Skipulagsstofnun eða jafnvel Náttúruverndarsamtök Íslands, þá hefði hún með ákvörðun sinni styrkt náttúruverndarlöggjöfina verulega, að mati Náttúruverndarsamtakanna. „Það gerði hún ekki vegna eigin hagsmuna og þeirrar ríkisstjórnar sem hún þjónaði og þess vegna var ákvörðun Sivjar Friðleifsdóttur um Kárahnjúkavirkjun röng og siðlaus.“

___________________

Það er ekki hægt að kenna Siv einni um þetta þó að hún hafi verið umhverfisráðherra á þessum tíma. Framsóknarflokkurinn allur á atkvæðaveiðum sínum á Austurlandi stóð heilshugar á bak við siðleysið.

Framsóknarflokkurinn hefur löngum haft það orð á sér að vera siðlaus og spilltur.

Í þessu máli staðfesti hann það svo ekki varð um villst og Sjálfstæðisflokkurinn undir forustu Davíðs Oddssonar stóð heilshugar með honum.

Því miður voru raddir þeirra sem reynd að benda á villuna og siðleysið kæfðar og þeir gjarnan kallaðir umhverfisöfgamenn og landráðamenn á móti framförum.

Svona er umræðan gjarnan á Íslandi.

En Framsóknarflokkurinn og fyrrum ráðherra hafa ekkert samviskubit og virðast ekki skilja að þetta sé alvarlegt mál, sé að marka ummæli Sivjar í fréttum.

Alveg viss um að hún væri að gera rétt og mundi örugglega gera þetta aftur.

Framsóknarflokkurinn hefur ekkert breyst þó svo hann reyni að birta ásýnd sína í sauðagæru í aðdraganda kosninga þessa dagana, spurning hvort kjósendur láti blekkjast eina ferðina enn ?


mbl.is „Ákvörðun Sivjar var röng og siðlaus“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Ákvörðun Sifjar á sínum tíma var einfaldlega glæpsamleg og þvert á alla skynsemi og reglur.

corvus corax, 14.3.2013 kl. 15:38

2 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Ákörðun Sifjar í þessu máli var eitt af því fáa sem hún gerði rétt í sinni ráðherra tíð.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 14.3.2013 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband