Lausnin er að vinna lífrænan úrgang.

Lyktarmengun af urðunarstað sorpúrgangs í Álfsnesi hefur verið íbúum í Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ til ama undanfarin ár.

Lyktarmengunarvarnir Sorpu hafa ekki borið árangur. „Við sjáum enga lausn nema þá að starfsemin fari af svæðinu,“ segir Rúnar Þór Guðbrandsson, formaður íbúasamtaka Leirvogstunguhverfis, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

____________________

Nútíma hugsun í endurvinnslumálum gera ráð fyrir að lífrænn úrgangur sé unninn. Eftir nokkur ár verður bannað að urða lífrænan úrgang samkvæmt tilskipun sem Ísland hefur undirgengist.

Úrgangsmál á höfðuborgarsvæðinu eru líklega að verða hvað aftast á Íslandi og nú stendur yfir átak í Reykjavík þar sem reynt er að taka á pappírssöfnun.

En hvað skyldi líða þeirri framkvæmd á þessu svæði að hætta urðun á lífrænu, hver gæti vitað það.

Um það hefur maður ekkert heyrt og er reyndar dálítið undrandi á tómlæti höfðuðborgarbúa hvað þetta varða.


mbl.is Ólykt íbúum í Mosfellsbæ til ama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Fólki fylgir sorp og sorpi fylgir lykt. Því er eina raunhæfa lausnin, eins og þú bendir á Jón Ingi, enn frekari vinnsla úr sorpinu.

Hingað til hefur þetta sjónarmið hellst snúist að fjárhagslegu hliðinni, að úr sorpi sé unnið það sem gefur einhverja peninga. Auðvitað hefur flokkun spilliefna einnig verið stunduð um nokkurn tíma, en að öðru leyti er fyst og fremst hugsað til gróða flokkunnar.

Lífrænn úrgangur er sá úrgangur sem gefur af sér slæma lykt. Í dag er nánast eingöngu horft til gassöfnunnar og það þá hellst í Alfsnesi. Moltugerð er önnur afurð sem hægt er að vinna úr þessu sorpi og það sem kannski skiptir mestu er að gas og moltuvinnsla getur átt saman, þ.e. að meðan lífræni úrgangurinn er gerður að moltu, er gasi safnað úr honum.

Stofnkostnaður við slíka vinnslu er töluverður og ekki víst að hann muni nokkurn tímann borga sig. En það kostar einnig að taka stór landsvæði undir sorphauga og nýta einungis gasið frá þeim. 

Hugsanlega gæti verið ódýrara að fara í fullvinnslu sorps, en að hálfvinna það eins og gert er í dag, með tilheyrandi lyktarmengun, þegar dæmið er reiknað til fulls.

Það magn sem til verður við slíka moltugerð er sennilega meira en markaður er fyrir, en við eigum nóg land þar sem hægt væri að nota afganginn til landgræðslu.

Megin málið er þó enn frekari vinnsla úr sorpi. Með því að gera ferlið lokað frá ruslatunnu til afurðar, er lyktarmengun minnkuð niður í nánast ekki neitt.

Gunnar Heiðarsson, 14.3.2013 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 818128

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband