Nú gef ég Hagkaup frí.

„Verslanir Hagkaups, Kosts, Nóatúns og Víðis neita allar að veita neytendum eðlilegar og sjálfsagðar upplýsingar um verðlag í verslunum sínum með því að vísa verðtökufólki frá Verðlagseftirliti ASÍ út úr verslununum sínum.

_____________

Nú gef ég Hagkaup frí.

Hef ekki hugmynd um hvað málið snýst..það er á milli ASÍ og Hagkaupa en ég sem neytandi ætla ekki að vera fórnarlamb þeirrar óvissu og sný mér annað.


mbl.is „Hvað hafa þær að fela?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

En á það vera í verkahring ASÍ að gera verðkannanir?  Ég held ekki.  Neytendasamtökin og samkeppniseftirlit ættu að hafa það með höndum.  Ekki veit ég frekar en aðrir afhverju þetta er svona en það hljóta allir vita að verðkannanir ASÍ eru marklausar.  Taktu bara sja´lfur gamlan strimil og farðu út í búð og kauptu nákvæmlega það sama og reiknaðu sjálfur hækkunina.  Við þurfum ekkert apparat til að ljúga að okkur að verðlag hafi hækkað um 75% þegar hækkunin er 150%

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.2.2013 kl. 15:14

2 identicon

Sæll.

Búið er að benda ASÍ á vankanta við þeirra vinnubrögð en þeir kjósa að hlusta ekki.

ASÍ er að taka sér hlutverk sem er ekki þeirra, neytendur eiga að ákveða hvað þeir vilja kaupa og á hvaða verði. Ætli meðlimir ASÍ vilji að félagsgjöld þeirra séu notuð til að gera vafasamar verðlagskannanir? Eru þeir spurðir?

Skipta gæði ekki máli? Getur ekki verið að verð geti gefið takmarkaðar upplýsingar? Er engin tilraun gerð til að meta gæði? Ef ASÍ narrar fólk til að kaupa ódýra vöru sem er lakari að gæðum en sama vara annars staðar er þá ekki verið að verðlauna þann aðila sem leggur meira upp úr lágu verði en gæðum?

Málið er ekki eins einfalt og þú heldur, ASÍ á ekkert að vera að skipta sér að þessu heldur á treysta neytendum til þess enda þeir fullfærir um að passa þetta.

Nú eru svo margar verslanir búnar að draga sig út  úr þessu að þessar kannanir þeirra eru algerlega marklausar! Ætli ASÍ geti þá ekki fækkað fólki á launaskrá hjá sér og þar með lækkað félagsgjöldin svo félagsmenn geti nú notað þann pening í það sem þeir vilja en ekki einhverjir kontóristar hjá ASÍ?  

Helgi (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 15:19

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Así samtök verkalýðsfélaga geta gert það sem þá langar til Jóhannes...m.a. að gera verðkannanir.

Helgi.. sem betur fer er það val neytenda hvar þeir versla og vilji þeir versla í verslunum sem taka öðru vísi á málum er það bara þeirra val.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.2.2013 kl. 15:28

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

ASÍ gera það sem þeim á skrifstofunni sýnist af því það er ekkert lýðræði innan þessara spilltu stofnunar Jón.  Hefur almennur félagsmaðurr verið spurður hvað honum finnist?  Spurðu Björn frá Nolli næst þegar þú hittir hann á fundi í Samfylkingarfélagi Akureyrar..

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.2.2013 kl. 15:59

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ertu að reyna að vera fyndinn Jóhannes... Björn á Nolli á fundi í Samfylkingarfélagi..

Jón Ingi Cæsarsson, 6.2.2013 kl. 16:44

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvað er svona fyndið við það Jón?  Ertu að viðurkenna það sem mörgum hefur fundist, að Samfylkingin sé ekki lengur verkalýðsflokkur?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.2.2013 kl. 17:25

7 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Ekki veit ég hverjum ber að gera þessar verðkannanir, en vitaskuld þarf að gera þær með vandvirkni. En það sem mér finnst þurfa að gera, er að taka aftur upp verðmerkingu á hverri vöru fyrir sig, eins og var hér áður, og henda þessum béfaðans skönnum, sem virka ekki nema endrum og eins. Ég lenti í því í Bónus að ég ætlaði að athuga verð á vöru í kæli, fór með hana í tvo skanna og hvorugur virkaði, prófaði tvær aðrar vörutegundir og það var sama sagan. Það er verið að asnast með okkur í þessum stórmörkuðum, með því að láta okkur arka með vöruna út um alla verslun, að finna skanna sem virkar.

Hjörtur Herbertsson, 6.2.2013 kl. 19:22

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Markmið ASÍ, Neytendastofu og Neytendasamtakanna með verðkönnunum er að hafa áhrif á verðmyndun. Með því að gera samanburð á verði tiltekinna vara sem verða auðvitað að vera sambærilegar að gæðum og innihaldi, þá er unnt að halda dýrtíðinni niðri.

Eg hef aðeins einu sinni komið í Hagkaup á undanförnum áratug. Fer þangað ekki enda engin ástæða til ef maður fær sambærilega vöru annars staðar.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 8.2.2013 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband