Er Ísland láglaunaland ?

Meðaldagvinnulaun hjúkrunarfræðinga í september á síðasta ári voru 381.566 krónur. Heildarlaun þeirra námu 519.019 krónum. Laun hjúkrunarfræðinga eiga að hækka samkvæmt kjarasamningi um 3,25% um næstu mánaðamót sem þýðir að meðaldagvinnulaun þeirra verða þá um 394 þúsund á mánuði.
_____________

Maður verður aðeins hugsi þegar maður les tölur sem fylgja þessari frétt.

Meðalaun innan BSRB eru um 130.000 krónum lægri á mánuði en meðalaun hjúkrunarfræðinga.

Meðal heildarlaun hjúkrunarfræðinga eru 519.000 krónur á mánuði en sambærileg laun BSRB félaga erum um 394.000.

Það vekur óhjákvæmilega upp þá áleitnu spurningu að Ísland sé láglaunaland sama hvert litið er í stéttalegu tilfelli.

Hvernig er hægt að breyta því, svona hefur þetta verið frá því ég fór að fylgjast með verkalýðsmálum og taka þátt í að reyna að breyta þessu ?

Nú segir SA að atvinnulífið þoli ekki hærri laun en greidd eru í dag og líklega er það sama sem gildir með ríkið sem vinnuveitanda ?

Erum við kannski stödd í óumbreytanlegri kyrrstöðu ?

Allir sem hafa staðið í launabaráttu vita að innhaldslausar launahækkanir skila ekki kaupmáttaraukningu.

Það er víst kjarabætur sem allir þurfa en ekki verðlausar krónur í umslagið.

Ísland þarf að ryðjast út úr eingrun sinni og verða hluti af launaumhverfi umheimsins þar sem raunveruleg laun skila raunverulegum kjarabótum, annars verður þetta áfram eins og verið hefur í áratugi.


mbl.is Með 381 þúsund í dagvinnulaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alvöru kaupmáttaraukning getur ekki átt sér stað nema með aukinni verðmætasköpun. Það mun ekki gerast með núverandi ríkisstjórn.

 http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2013/02/06/afram_haegir_a_fjarfestingum/

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 14:30

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Verðmætasköpun byggir ekki á ríkisstjórnum heldur á öruggu efnahagslífi, öruggum gjaldmiðli og trausti á alþjóðlegum mörkuðum.

 Hef ekki heyrt neinar tillögur varðandi það frá núverandi stjórnarandstöðuflokkum.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.2.2013 kl. 14:52

3 identicon

Það umhverfi sem ríkisstjórnir setja atvinnu-/efnahsglífi, skattar, regluverk, ákvaraðnir um framkvæmdir skipta þá engu máli. Nú verður að skrifa allar hagfræðibækur upp á nýtt.  Bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa sett fram ítarlegar tillögur í efnahgsmálum. Það þarf bara að kynna sér það og Jón taka af sér augnleppanna.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 15:19

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn skila auðu í gjaldmiðils og utanríkisviðskiptamálum Stefán.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.2.2013 kl. 15:30

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þú ert kannski að leggja til efnahagstjórnun eins og hún var hjá þessum flokkum á árunum frá 1995-2007 ?  Þá segi ég nei takk....ég er að reyna að hætta.

Tillögur Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir á þá ríku og afnám veiðigjalda og ýmisskonar hugmyndir um niðurskurð eru fullkomlega galnar... og ætla sér að halda kyrrstöðu í gjaldmiðilsmálum þá hrynur ríkissjóður og skuldasöfnun hefst á ný...en eins og þú veist var Ísland orðið skuldugasta ríki í heimi strax árið 2004.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.2.2013 kl. 15:34

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Jón Ingi Cæsarsson, 6.2.2013 kl. 15:51

7 identicon

"Hvaðan í annskotanum fannstu þetta línurit?" (Googlaði það og fann svarið) Þetta línurit er sett fram af Stefáni Ólafssyni maður sem fær falleinkun í stærðfræði. Sem maður menntaður í verkfræði hristi ég oft hausinn yfir stærðfæði þessa manns óháð boðskapnum.

Hann segist taka þetta af seðlabankanum en í greininni sem hann setur link við sést hvar hann fekk tölurnar "External (public plus private) Debt, 1970-2010 (debt as a percent of GDP)" Hvað heilvita maður sér að þetta eru EKKI skuldir ríkisins.

bls 18 http://www.nber.org/papers/w16827.pdf?new_window=1

þetta er linkurinn sem hann Stefán setur á bloggið. Farðu á bls 18 og sjáðu ruglingin og þá sérðu að talan fer ekki yfir 140% og er minnkandi frá 1995 - 2008

Annaðhvort er þessi maður heimskur(sem ég efa) eða hann er vísvitandi að reyna að blekkja.

Ég gef þér samt að XD eru enginn lausn og sagan segir það þeir segi eitt og geri annað. T.d segjast vilja minnka ríkisvaldið en stækka það

Stefnir H Kristjansson (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 19:31

8 identicon

Í öllum þessum samanburði gleymast grunnskólakennarar. Margir innan þeirrar stéttar hafa bætt við sig meistaranámi og brátt útskrifast grunnskólakennarar með fimm ára menntun að baki. Framhaldsskólakennarar eru betur launaðir en félagar þeirra í grunnskólanum. í mörg horn að líta svo ekki sé meira sagt.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 20:14

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Stefnir þú fullyrðir: „línurit er sett fram af Stefáni Ólafssyni maður sem fær falleinkun í stærðfræði“. Hvaðan færðu þessar upplýsingar og geturðu sýnt fram á að þú farir með rétt mál?

Ef svo er ekki þá er hér um mjög alvarlega ærumeiðingu gagnvart einum að merkustu félagsfræðingum ukkar.

Guðjón Sigþór Jensson, 6.2.2013 kl. 21:18

10 identicon

Það er þrennt sem getur aukið verðmætasköðun á Íslandi.

1) Nýting á náttúruauðlindum

2) Nýting vinnuafls

3) Menntunarstig vinnuafls

Tal um allt annað leiðir þjóðina bara á villigötur. ESB eða ekki ESB, íslensk króna eða ekki íslensk króna - það skiptir ekki máli í þessu samhengi. Aukin verðmætasköpun verður einungis til með því að nýta og bæta það sem ég tel upp hér að ofan.

Kristinn (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 21:44

11 identicon

"Guðjón Sigþór Jensson" Ég bendi á það mjög vel í athugasemd sem ég setti inn. Í toppi línuritsins stendur "Erlendar skuldir þjóðabúsins(% af landsframleiðslu)" Línuritið bendir á mikkla aukningu frá 95-07.

Ef þú ferð á linkin sem Stefán setti sjálfur inn og fléttir upp á bls 18 þá sérðu sama línurit (með Írlandi líka en það skiptir ekki máli þar sem það er önnur lína) en fyrir ofan það stendur:

"b. External (public plus private) Debt, 1970-2010 (debt as a percent of GDP)"

Þetta línurit sem hann setur fram eru heldar skulir ríkis og einkageira ekki bara ríkis. Þetta eru mjög ljót misstök og alls ekki í fyrsta skiptið sem ég hef séð hann gera svipuð mistök.

Þegar þú skoðar línurit a á bls 18 þar sem stendur:

"a. General Government (domestic plus external) Debt, 1925-2010 (debt as a percent of GDP)"

Sem er meira en bara erlendar skuldir segir það ALLT aðra sögu eða frá 95-2008 fór hún úr sirkað 60-20% semsagt línuritinu miðað við hausinn er snúið á hvolf.

Fleirri mistök sem ég hef séð hann gera eru misreikningar launa í BNA og fleirra.

Stefnir H Kristjánsson (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 22:07

12 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Stefnir: hvað áttu við með: „heldar skulir ríkis og einkageira“?

Ertu kannski stefnulaus? 

Guðjón Sigþór Jensson, 6.2.2013 kl. 22:30

13 identicon

Guðjón þú hlýtur að vita að með „heldar skulir ríkis og einkageira“ á hann við opinberar skuldir og skuldir almennings og fyrirtækja.

Ef þú ert að setja útá stafsetninguna þá skiptir það ekki máli í þessari umræðu.

P.S. Þú færð falleinkunn fyrir brandarann um stefnuleysi

Magnús Eggertsson (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 02:21

14 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú jæja, af hverju geta bloggarar ekki hugsað fyrst áður en þeir skrifa eitthvað í flaustri?

Guðjón Sigþór Jensson, 8.2.2013 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband